Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
Sara Blöndal tekur sæti á fundinum.
1.Útgerðasýning í nýju Bátahúsi Byggðasafnsins.
2310303
Menningar- og safnanefnd fer í heimsókn á Byggðasafnið í Görðum og fá upplýsingar frá Söru Blöndal sýningarhönnuði, Jóni ALlanssyni Verkefnastjóra sýningarinnar og Veru Líndal verkefnastjóra menningarmála um sýninguna í Bátahúsi.
Menningar- og safnanefnd þakkar fyrir góða yfirferð á stöðu verkefnisins.
Framkvæmd verkefnisins er í fullum gangi og er nefndin sammála um að verkefnið er einstaklega vandað.
Sérstakt hrós fá sýningarstjóri og smiður sýningarinnar fyrir útsjónarsemi og endurnýtingu á efnivið sem fallið hefur til við byggingu hússins og úr íþróttasafni.
Fyrirhuguð opnun er á Vökudögum 2025.
Framkvæmd verkefnisins er í fullum gangi og er nefndin sammála um að verkefnið er einstaklega vandað.
Sérstakt hrós fá sýningarstjóri og smiður sýningarinnar fyrir útsjónarsemi og endurnýtingu á efnivið sem fallið hefur til við byggingu hússins og úr íþróttasafni.
Fyrirhuguð opnun er á Vökudögum 2025.
2.Starfsáætlun Byggðasafnsins í Görðum 2025
2502087
Menningar- og safnanefnd eiga samtal við starfsfólk safnsins um starfsáætlun safnsins 2025, söfnunarstefnu safnsins og framtíðarsýn safnasvæðisins.
Menningar- og safnanefnd átti uppbyggilegt samtal við starfsfólk safnsins. Nefndin og starfsfólk safnsins sammælast um að farið verði í uppfærslu á söfnunarstefnu safnsins og skipulagsskránni og að grisjunaráætlun verði unnin. Stefnt er að því að vinna þetta á haustmánuðum.
Fundi slitið - kl. 19:00.