Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

143. fundur 12. mars 2025 kl. 16:30 - 18:45 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Verkefnastaða Byggðasafnsins í Görðum Q1 2025

2503132

Byggðasafnið í Görðum sendir nefndinni verkefnastöðu fyrsta ársfjórðungar til yfirferðar.
Menningar- og safnanefnd þakkar fyrir minnisblað frá Byggðasafninu og fagnar mikilli fagmennsku í skráningarmálum og umbótum varðandi geymslu muna í safnaskálanum. Nefndin felur verkefnastjóra að koma áleiðis beiðni um frekari útlistun á framgangi og stöðu í Bátahúsinu, þar sem áætluð sýningaropnun er á Vökudögum. Mikilvægt er að allir verkþættir haldi tímaáætlun svo frekari tafir verði ekki á verkefninu.

2.Merkingar á útilistaverkum og öðrum markverðum stöðum 2025

2503133

Verkefnastjóri fer yfir helstu punkta eftir samtal við forstöðumann Héraðsskjalasafns, varðandi merkingar á gömlum húsum og markverðum stöðum.
Menningar- og safnanefnd þakkar fyrir punkta frá forstöðumanni Héraðsskjalasafns og verkefnastjóra. Nefndin felur þeim að vinna áfram að verkefninu og koma með tillögu að útfærslu og kostnaðaráætlun til nefndarinnar fyrir næsta fund.

3.Fjallkona Akraneskaupstaðar - Þjóðbúningur

2406246

Menningar- og safnanefnd ræðir stöðuna á þjóðbúning, hugsanlega fjárfestingu í nælu við skautbelti og spöng.
Menningar- og safnanefnd felur verkefnastjóra að fá tilboð í nælu og ganga frá kaupum sé tilboðið innan þeirra marka sem nefndin setur.

Nefndin óskar eftir því að verkefnastjóri kanni hvort það sé til verklag varðandi notkun á skautbúning og skarti. Sé verklagið ekki til þá óskar nefndin eftir því að slík skráning sé unnin af forstöðumanni Héraðsskjalasafns fyrir júní mánuð.

4.17 júní þjóðhátíðardagur 2025

2503134

Menningar- og safnanefnd hefur umræður um 17. júní.
Menningar- og safnanefnd ræðir undirbúning fyrir 17. júní og felur verkefnastjóra að vinna málið áfram í samvinnu við viðburðastjóra hátíðarinnar.

5.Menningar- og safnamál starfsáætlun 2025

2503136

Menningar- og safnanefnd fer yfir fundapunkta frá heimsókn sinni á Byggðasafnið í Görðum. Næstu skref varðandi stefnur safnsins og framtíðarsýn.
Menningar- og safnanefnd setur sér tímaramma og verkáætlun fyrir árið 2025.

Vor 2025: Menningarstefna Akraneskaupstaðar uppfærð og endurútgefin.
Haust 2025: Stefnur Byggðasafnsins uppfærðar. Söfnunarstefna og skipulagsskrá.

6.Viðburðateymi - Hlutverk sviða og framtíðarsýn 2025

2503137

Menningar- og safnanefnd ræðir tillögur Starfshóps Írskra daga um stofnun viðburðateymis.
Menningar- og safnanefnd telur mikilvægt að tryggt sé að viðeigandi starfsmenn kaupstaðarins vinni saman að stærri bæjarhátíðum svo tryggt sé að hátíðirnar fari fram með sem bestum hætti. Nefndin fagnar þeirri vinnu sem starfshópur Írskra daga vann fyrir hátíðina 2024 og tekur undir tillögu þeirra um að stofna teymi sem kemur að hátíðunum. Verkefnastjóra er falið að taka málið áfram í viðeigandi ráðum.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00