Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

144. fundur 09. apríl 2025 kl. 16:30 - 19:00 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Jón Allansson deildarstjóri minjavörslu
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri menningar- og safnamála
Dagskrá
Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum, Guðjón Þór Grétarsson fulltrúi hvalfjarðarsveitar og Kristjana Helga Ólafdóttir fjármálastjóri taka sæti á fundinum.

1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2024 - A hluti

2502248

Ársreikningur Byggðasafnsins Í Görðum vegna ársins 2024.
Menningar- og safnanefnd þakkar Kristjönu Helgu fyrir yfirferð á ársreikning Byggðasafnsins í Görðum og skýr svör.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Stjórn Byggðasafnsins samþykkir ársreikning Byggðasafnsins í Görðum vegna ársins 2024 og ritar undir reikninginn því til staðfestingar.

Stjórn Byggðasafnsins í Görðum leggur til við sveitarstjórnir eignaraðila að samþykkja ársreikninginn.

Samþykkt 6:0
Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum, Guðjón Þór Grétarsson fulltrúi hvalfjarðarsveitar og Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri víkja af fundi.
Erla Dís Sigurjónsdóttir tekur sæti á fundinum.

2.Merkingar á útilistaverkum og öðrum markverðum stöðum 2025

2503133

Verkefnastjóri menningarmála og forstöðumaður Héraðsskjalasafns Akraness fara yfir tillögur af útfærslu á merkingum markverðra svæða og bygginga á Akranesi.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra menningarmála og forstöðumanni Héraðsskjalasafns fyrir flotta tillögu og greinagóða samantekt. Nefndin felur þeim að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundi.

3.Fjallkona Akraneskaupstaðar - Þjóðbúningur

2406246

Forstöðumaður Héraðsskjalasafns veitir stöðuuppfærslu varðandi skráningu verkferla.
Menningar- og safnanefnd þakkar forstöðumanni héraðsskjalasafns fyrir framlögð drög að verkferlum varðandi Þjóðbúning.
Erla Dís Sigurjónsdóttir víkur af fundi.
Hjörvar Gunnarsson situr fundinn undir þessum lið.

4.17 júní þjóðhátíðardagur 2025

2503134

Viðburðastjórar mæta á fund menningar- og safnanefndar og fara yfir stöðuna á 17. júní og Írskum dögum.
Menningar- og safnanefnd þakkar Hjörvari viðburðarstjóra kærlega fyrir góða kynningu á dagskrá í smíðum fyrir þjóðhátíðardaginn okkar. Eins og vanalega verður fjölbreytt og skemmtileg afþreying fyrir börn og fjölskyldur þeirra, hlökkum til að kynna bæjarbúum dagskrána þegar nær dregur.
Hjörvar Gunnarsson situr fundinn undir þessum lið.

5.Írskir dagar 2025

2504057

Viðburðastjóri fer yfir stöðuna á Írskum dögum 2025
Menningar- og safnanefnd þakkar Hjörvari viðburðastjóra kærlega fyrir gagnlega innsýn inn í skipulag Írskra daga 2025, dagskráin er að taka á sig góða mynd. Gaman að heyra að viðburðastjórar og verkefnastjóri menningarmála hafi hitt ungmenni í kaupstaðnum og rætt við þau um hugmyndir þeirra að hátíðinni. Við biðjum fólk sem hefur góðar hugmyndir fyrir hátíðina að senda endilega póst á irskirdagar@akranes.is.


Hjörvar yfirgefur fundinn.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00