Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

9. fundur 09. maí 2001 kl. 20:00 - 22:00
 Ár 2001, miðvikud. 9. maí kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar í skrifstofum Akraneskaupstaðar.
Til fundarins komu: 
Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Jóna María Örlaugsdóttir og Karen Lind Ólafsdóttir.
Auk þeirra sat fundinn Helga Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Umsóknir um listamannastyrk.
 Farið var yfir umsóknir um starfsstyrk bæjarlistamannsins á Akranesi.  Samþykkt var að fela menningar- og skólafulltrúa að rita bæjarráði bréf og tilkynna um niðurstöðu nefndarinnar.
2. Ferðastyrkur.
 Borist hefur umsókn frá Sönghópnum Sólarmegin.
 Nefndin mælir með að sönghópurinn fái ferðastyrk samkvæmt reglum.
3. Skjalamál.
 Upplýst að frágangur skjala sem afhent verða í skjalasafnið verði framvegis í samræmi við reglur.
4. Umsókn um styrk úr Menningarborgarsjóði til Listasmiðju barna á Akranesi sumarið 2001.
 Afrit umsóknarinnar lagt fram.
5. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um mótun stefnu í menningarmálum á Vesturlandi, dags. 5. apríl sl. Helga Gunnarsdóttir hefur verið skipuð í starfshóp um þetta málefni.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
 Helga Gunnarsdóttir (sign)
 Karen Lind Ólafsdóttir (sign)
 Jóna María Örlaugsdóttir (sign)
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00