Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
Ár 2002, mánudaginn 14. janúar kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar á skrifstofu Akraneskaupstaðar.
Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Helga Magnúsdóttir og Jón Gunnlaugsson.
Auk þeirra sátu fundinn: Helga Gunnarsdóttir og Halldóra Jónsdóttir.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Rætt um tilboð sr. Björns Jónssonar um sölu á bókum prentuðum í Leirárgörðum og Beitistöðum.
Formanni falið að ræða málið við bæjarstjóra og bæjarráð.
2. Bæklingur um menningarmál á Akranesi.
Málið rætt og ákveðið að vinna að gerð frumdraga.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
Helga Gunnarsdóttir (sign)
Jón Gunnlaugsson (sign)
Helga Magnúsdóttir (sign)
Halldóra Jónsdóttir (sign)