Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
24. fundur menningarmála- og safnanefndar var haldinn í Grundaskóla, mánud. 20. september 2004 og hófst hann kl. 17:00.
Jósef H. Þorgeirsson,
Jón Gunnlaugsson,
Sigríður Gróa Kristjánsdóttir.
Inga Ósk Jónsdóttir boðaði forföll.
Hrönn Ríkharðsdóttir ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Vökudagar.
Rætt var um dagsetningu Vökudaga og helst litið til tímabilsins í upphafi nóvember mánaðar.
Nefndarmenn komu með tillögur að dagskrárliðum í tónlist, myndlist, leiklist og bókmenntum sem geta höfðað til allra aldurshópa. Verkefnum var skipt á nefndarmenn og þeim ætlað að leita svara fyrir næsta fund.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.15