Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
56. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn miðvikudaginn 2. maí 2007 með í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.
Mættir: Magnús Þór Hafsteinsson, formaður
Valgarður Jónsson
Varamaður: Þorgeir Jósefsson.
Auk þeirra,
Fyrir tekið:
1. Málefni Ljósmyndasafns Akraness. Á fundinn mættu til viðræðna Halldóra Jónsdóttir forstöðumaður bókasafns og Friðþjófur Helgason.
Eftirfarandi gögn voru lögð fram til kynningar:
Drög að greinargerð um Ljósmyndasafn Akraness.
Drög að nýjum samþykktum fyrir Ljósmyndasafn Akraness.
Drög að gjafaafsali fyrir gefendur mynda í safnið.
Menningarmála- og safnanefnd þakkar starfshópnum fyrir vinnu þeirra og samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að samþykktum og gjafaafsali fyrir ljósmyndasafnið og vísar þeim gögnum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Nefndin mun taka afstöðu síðar varðandi einstaka tillögur starfshópsins hvað varðar uppbyggingu og umsjón ljósmyndasafnsins.
2. Samvinna við Borgarbyggð í menningarmálum.
Samþykkt að undirritun samkomulags fari fram þann 18. maí n.k. og bæjarritara falið að annast nauðsynlegan undirbúning.
3. Ástand húsnæðis stofnana sem heyra undir menningarmála- og safnanefnd. (Bókasafn, Bíóhöll og Kirkjuhvoll).
Valgarður óskar bókað eftirfarandi:
?Undirritaður fulltrúi í menningarmála- og safnanefnd kallar eftir skýrri stefnu meirihlutans í bæjarstjórn hvað varar húsnæðismál bókasafns og héraðsskjalasafns sem og áætlun um uppbyggingu og endurbætur á húsnæði safnanna.?
Nefndin mun taka málið til umræðu á næsta fundi sínum.
4. Írskir dagar. Á fundinn mætti til viðræðna Tómas Guðmundsson.
Tómas kynnti undirbúning Írskra daga sem haldnir verða þetta árið dagna 6- 8. júlí.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.