Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
61. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn miðvikudaginn 26. september 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.
______________________________________________________
Mættir: Magnús Þór Hafsteinsson, formaður
Hjördís Garðarsdóttir
Varamaður: Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
Ólafur Haraldsson
Auk þeirra,
______________________________________________________________
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.
Fyrir tekið:
1. Viðræður við fulltrúa Skagaleikflokksins um starfsemi félagssins og húsnæðismál.
Á fundinn mættu til viðræðna þau Guðbjörg Árnadóttir og Þórdís Guðbjörnsdóttir.
2. Írskir dagar. Viðræður við Tómas Guðmundsson markaðsfulltrúa.
Upplýsingar um kostnað vegna Írskra daga lagðar fram og ræddar. Upplýst var að fyrirhugað er að halda ráðstefnu þann 18. október n.k. á Akranesi um framkvæmd og fyrirkomulag bæjarhátíða.
3. Vökudagar 2007 ? áherslur og undirbúningur.
Málið rætt. Lögð fram fyrstu drög að dagskrá. Einnig rætt um fyrirkomulag setningar Vökudaga sem fyrirhuguð er föstudaginn 2. nóvember.
4. Önnur mál.
Rætt um merkingu menningarminja og sögustaða við gönguleiðir og stíga umhverfis bæjarlandið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20.