Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
63. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn miðvikudaginn 24. október 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.
______________________________________________________
Mættir: Magnús Þór Hafsteinsson, formaður
Hjördís Garðarsdóttir
Þorgeir Jósefsson
Auk þeirra,
_____________________________________________________________
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.
Fyrir tekið:
1. Vökudagar.
Farið var yfir endanlega dagskrá Vökudaga eins og hún liggur nú fyrir, boðslista og fyrirkomulag setningar Vökudaga.
2. Ráðstefna um menningarmál sem haldinn verður á Bifröst 27.10.2007 n.k. kl. 13:00.
Menningarmála- og safnanefnd óskar heimildar til að nefndarmenn geti sótt ráðstefnuna.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.