Menningarmálanefnd (2013-2014)
1.Rekstrar og framkvæmdayfirlit fyrir menningarmál árið 2013
1403016
2.Reglur verkefnasjóða menningarmálanefndar Akraneskaupstaðar árið 2014
1403017
Málinu frestað til næsta fundar, verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu.
3.Viðburðir á Aggapalli sumarið 2014
1403018
Sumarið 2013 voru tveir viðburðir á Aggapalli sem mæltust vel fyrir. Menningarmálanefnd samþykkir að sækja um til bæjarráðs 300 þúsund króna fjárframlag vegna fyrirhugaðra viðburða á Aggapalli sex sinnum sumarið 2014 fyrir Skagamenn jafnt sem gesti þeirra. Fyrirhugaðar dagsetningar eru: 19. og 26. júní og 3., 10., 17. og 31. júlí. Verkefnastjóra falið að senda bæjarráði bréf vegna málsins.
4.Írskir dagar 2014
1403019
Undirbúningur Írskra daga ræddur.
5.Menningarmálanefnd - viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar 2014
1312005
Viðburðadagatalið rætt. Verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu og færa viðburðadagatalið inn á nýja heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Hrund Snorradóttir mætti á fund kl 17:10. Hjördís Garðarsdóttir mætti á fund kl. 17:15.
6.Stefnumörkun í menningarmálum
1305137
Menningarmálanefnd vann að stefnumörkun í menningarmálum. Unnið var með hugtökin gildi, framtíðarsýn, markmið, stefnu og leiðir. Verkefnastjóra falið að vinna úr gögnum sem urðu til á fundinum.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Nefndin fór yfir rekstraryfirlit ársins 2013 vegna menningarmála. Nefnin lýsir ánægju sinni yfir að niðurstaða ársins var innan skekkjumarka fjárhagsramma og færir verkefnastjóra þakkir fyrir.