Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi
Dagskrá
1.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8
2112081
Kynning á fyrirhugaðri uppbyggingu á Samfélagsmiðstöð á Akranesi.
Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi fagnar hugmyndinni um uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar á Akranesi. Notendaráðið fagnar því jafnframt að um þetta verkefni hafi myndast pólitsk samstaða. Notendaráð vill ítreka mikilvægi þess að framkvæmdatíminn verði ákveðinn út frá þeirri staðreynd að núverandi starfsemi Fjöliðjunnar er öll i bráðabirgða húsnæði. Ráðið hvetur einnig til þess að hagsmunaaðilar verði hafðir með í ráðum við uppbyggingu á samfélagsmiðstöð og komi að á öllum stigum framkvæmdarinnar. Þannig verður best tryggt að byggingin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar.
2.Áhaldahús og dósamóttaka Fjöliðjunnar
2112083
Kynning á hugmyndum uppbyggingu á nýju áhaldahúsi og Fjöliðjunni endurvinnslu.
Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi fagnar hugmyndinni um uppbyggingu á nýju áhaldahúsi og Fjöliðjunni endurvinnslu á Akranesi. Notendaráðið fagnar því jafnframt að um þetta verkefni hafi myndast pólitsk samstaða. Notendaráð vill ítreka mikilvægi þess að framkvæmdatíminn verði ákveðinn út frá þeirri staðreynd að núverandi starfsemi Fjöliðjunnar er öll i bráðabirgða húsnæði. Ráðið hvetur einnig til þess að hagsmunaaðilar verði hafðir með í ráðum við uppbyggingu á samfélagsmiðstöð og komi að á öllum stigum framkvæmdarinnar. Þannig verður best tryggt að byggingin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar.
Fundargerð samþykkt með rafrænum hætti af Halldóri Jónssyni, Borghildi Birgisdóttur, Sylvía Krisinsdóttir og Sígríður M. Matthíasdóttir.
Fundi slitið - kl. 17:15.
Sameiginlegur fundur með skipulags- og umhverfisráði, ungmennaráði, notendaráði og starfshópi um uppbyggingu á starfsemi Fjöliðjunnar vegna máls nr. 2 á dagskrá.
Fundur haldinn á Dalbraut 4 en einnig í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.