Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi
Dagskrá
Fundinn sat Berglind Jóhannesdóttir. Fulltrúar starfshóps um uppbyggingu á Fjöliðjunni sátu fundinn, Guðmundur Páll Jónsson, Emma Rakel Björnsdóttir, Einar Brandsson, Ragnar Sæmundsson og Sigurður Páll Harðarson.
1.Fjöliðjan uppbygging á húsnæði - starfshópur
2106089
Starfshópur um uppbyggingu á Fjöliðjunni vinnu- og hæfingarstað sem bæjarráð samþykkti erindisbréf fyrir á 3458. fundi sínum þann 20. maí 2021 hefur hafið störf. Á 1. fundi starfshópsins þann 22. júní 2021 vísar starfshópurinn fyrirliggjandi drögum að innraskipulagi hönnunar á uppbyggingu Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstað til umsagnar hjá Notendaráði.
Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður Fjöliðjunnar fyrir hönd starfshópsins kynnti drög að innra skipulagi hönnunar á uppbyggingu Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstað.
Notendaráðið gerir að svo komnu máli ekki athugasemdir við vinnu starfshópsins, en beinir því eindregið til starfshópsins að endurskoða það rými sem nú er ætlað undir opið svæði(ljósgarður). Fram kom á fundinum að Notendaráði verði kynnt tillögur þegar hönnunarvinnan verður lengra komin.
Notendaráðið gerir að svo komnu máli ekki athugasemdir við vinnu starfshópsins, en beinir því eindregið til starfshópsins að endurskoða það rými sem nú er ætlað undir opið svæði(ljósgarður). Fram kom á fundinum að Notendaráði verði kynnt tillögur þegar hönnunarvinnan verður lengra komin.
Fundi slitið - kl. 15:30.