Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi
Dagskrá
1.Ræstitækni - umsögn til Gæða- og eftilitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar
2105020
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur nú til meðferðar umsókn frá Þóri Gunnarssyni kt. 310762-7849 f.h. Ræstitækni ehf. kt. 460502-4460. Umsóknin byggist á 10. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu nr. 1320/2020.
Er sótt um starfsleyfi til að veita eftirfarandi þjónustu:
Félagslega heimaþjónustu, heimilisþrif fyrir notendur stuðnings- og stoðþjónustu í sveitarfélaginu, sbr. VII. kafla laga nr. 40/1991 um stuðningsþjónustu.
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur nú aflað þeirra gagna sem nauðsynleg eru til að meta hvort starfsemin uppfylli skilyrði laga. Er það mat stofnunarinnar að umsækjandi uppfylli skilyrði til að reka þjónustuna.
Er nú óskað eftir umsögn notendaráðs skipað fulltrúum þeirra notenda félagsþjónustu í Akraneskaupstað sem helst kæmu til með að nýta sér þessa þjónustu umsækjanda.
Er sótt um starfsleyfi til að veita eftirfarandi þjónustu:
Félagslega heimaþjónustu, heimilisþrif fyrir notendur stuðnings- og stoðþjónustu í sveitarfélaginu, sbr. VII. kafla laga nr. 40/1991 um stuðningsþjónustu.
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur nú aflað þeirra gagna sem nauðsynleg eru til að meta hvort starfsemin uppfylli skilyrði laga. Er það mat stofnunarinnar að umsækjandi uppfylli skilyrði til að reka þjónustuna.
Er nú óskað eftir umsögn notendaráðs skipað fulltrúum þeirra notenda félagsþjónustu í Akraneskaupstað sem helst kæmu til með að nýta sér þessa þjónustu umsækjanda.
Málið var tekið fyrir á sameiginlegum fundi Notendaráðs og Öldungaráðs. Sameiginleg niðurstaða Notendaráðs og Öldungaráðs er að sú þjónusta sem fyrirtækið Ræstitækni ehf. hefur veitt þjónustuþegum Akraneskaupstaðar hafi verið til fyrirmyndar. Ráðin mæla því með því að Ræstitækni ehf. verði veitt umbeðið starfsleyfi.
2.Reglur Akraneskaupstaðar um stuðnings- og stoðþjónustu
2105093
Á 154. fundi Velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var 19. maí 2021 var tekið fyrir mál Reglur Akraneskaupstaðar um stuðnings- og stoðþjónustu. Drög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu liggja fyrir. Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum um stuðningsfjölskyldur til umsagnar hjá Notendaráði.
Málið var tekið fyrir á sameiginlegum fundi Notendaráðs og Öldungaráðs. Ráðin leggja til smávægilegar orðabreytingar. Ráðin lýsa ánægju sinni á fyrirliggjandi drögum og þeirri vinni sem liggur í að samþætta eldri reglur.
3.Reglur Akraneskaupstaðar um stuðningsfjölskyldur
2105094
Á 154. fundi Velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var 19. maí 2021 var tekið fyrir mál Reglur Akraneskaupstaðar um stuðningsfjölskyldur. Drög að endurskoðuðum reglum um stuðningsfjölskyldur liggja fyrir.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum um stuðningsfjölskyldur til umsagnar hjá Notendaráði.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum um stuðningsfjölskyldur til umsagnar hjá Notendaráði.
Notendaráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög af reglum Akraneskaupstaðar um stuðningsfjölskyldur og samþykkir fyrirliggjandi drög.
4.Reglur Akraneskaupstaðar um notendasamninga
2105209
Á 155. fundi Velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var 2. júní 2021 var tekið fyrir mál Reglur Akraneskaupstaðar um notendasamninga. Drög að endurskoðuðum reglum Akraneskaupstaðar um notendasamninga liggja fyrir. Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum um notendasamninga til umsagnar hjá Notendaráði.
Notendaráð gerir tillögur að smávægilegum orðabreytingum en samþykkir að öðru leiti drög að reglum um notendasamninga.
5.Reglur Akraneskaupstaðar um NPA
2104259
Á 154. fundi Velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var 19. maí 2021 var tekið fyrir mál Reglur Akraneskaupstaðar um NPA. Drög að endurskoðuðum reglum Akraneskaupstaðar um NPA þjónustu liggja fyrir. Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum um NPA til umsagnar hjá Notendaráði.
Notendaráð samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að reglum um NPA.
6.Reglur Akraneskaupstaðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks
2105210
Á 155. fundi Velferðar- og mannréttindaráðs sem haldinn var 2. júní 2021 var tekið fyrir mál Reglur Akraneskaupstaðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks. Drög að endurskoðuðum reglum Akraneskaupstaðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa liggja fyrir. Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks til umsagnar hjá Notendaráði.
Notendaráð samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.
Fundi slitið - kl. 17:30.