Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi
Dagskrá
Fundur var haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.
1.Vinnu, hæfinga- og dagþjónusta fyrir fatlað fólk - kynning frá Reykjavíkurborg
2102128
Arne Friðrik Karlsson þroskaþjálfi og leiðandi forstöðumaður á skrifstofu málefna fatlaðra á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar kynnti stefnu Reykjavíkurborgar í vinnu-, hæfingu- og virkniúrræðum fyrir fatlað fólk.
Sameiginlegt mál með Velferðar- og mannréttindaráði. Fulltrúar í Velferðar- og mannréttindaráði sem sátu fundinn voru: Kristinn Sveinsson, Einar Brandsson og Anna Þóra Þorgilsdóttir.
Undir þessum lið sátu eftirfarandi embættismenn: Jórunn Petra Guðmundsdóttir forstöðumaður, Gunnhildur Vala Valsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður, Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi, Berglind Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og Árni Þór Harðarson verk- og deildarstjóri.
Notendaráðið þakkar Arne Friðrik fyrir upplýsandi og greinargóða kynningu.
Undir þessum lið sátu eftirfarandi embættismenn: Jórunn Petra Guðmundsdóttir forstöðumaður, Gunnhildur Vala Valsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður, Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi, Berglind Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og Árni Þór Harðarson verk- og deildarstjóri.
Notendaráðið þakkar Arne Friðrik fyrir upplýsandi og greinargóða kynningu.
Fundargerðin var samþykkt af öllum fundarmönnum með rafrænum hætti. HJ,SS,SK,SMM,KÞJ,JPG,GVV,GPJ, ÁPH, ÁÞH, BJ og SK.
Fundi slitið - kl. 17:00.