Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi
Dagskrá
1.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10
1910179
Á fundi bæjarráðs þann 8. apríl sl. beindi Skipulags- og umhverfisráð því til bæjarráðs að stofnaður yrði vinnuhópur um viðhald og stækkun húss Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstað við Dalbraut 10 vegna bruna sem átti sér stað í starfsstöðinni 7. maí 2019. Bæjarráð fól bæjarstjóra að skipa vinnuhópinn með fulltrúum embættismanna. Vinnuhópurinn leggur nú fyrir Notendaráð nokkrar mögulegar sviðsmyndir um uppbyggingu og óskar eftir umsögn Notendaráðs.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Jafnframt fagnar notendaráð starfi vinnuhóps sem falið var að leggja fram mismunandi sviðsmyndir að uppbyggingunni. Í ljósi gjörbreyttra forsenda, með brotthvarfi N1 af svæðinu, beinir notendaráð því til bæjarráðs að skoða betur frá grunni heildar uppbyggingu á svæðinu með það að markmiði að starfsemi Fjöliðjunnar og Búkollu gæti mögulega tengst annarri starfsemi Akraneskaupstaðar sem færi fram á svæðinu. Þegar sá kostur liggur fyrir er fyrst hægt að taka afstöðu til uppbyggingarinnar.