Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi
Dagskrá
1.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023
2303217
Lögð er fram til kynningar hönnun á búsetukjarna fyrir fatlað fólk sem hefur fengið úthlutaða lóð að Skógarbraut 42 í kjölfar funda með hönnuðum og forstöðumönnum búsetukjarna. Teikningin hefur einnig verið kynnt Velferðar- og mannréttindaráði sem lýsti yfir ánægju með verkefnið.
Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi þakkar Stefáni Þór Steindórssyni verkefnastjóra SHP consulting fyrir góða kynningu, en hann sat fundinn undir þessum lið í gegnum teams. Notendaráðið lýsir yfir ánægju með verkefnið.
2.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins
2205146
Kynning á teikningu og niðurstöðum stýrihóps um samfélagsmiðstöð Dalbraut 8.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður stýrihóps um samfélagsmiðstöð fór yfir nýjustu teikninguna af samfélagsmiðstöð sem fyrirhugað er að muni rísa á Dalbraut 8.
Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi lýsir yfir ánægju með uppfærða teikningu þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga forstöðumanna, leiðbeinanda, starfsmanna og notenda þeirra stofnanna sem fyrirhugað er að muni flytja starfsemi sína í samfélagsmiðstöðina.
Notendaráð leggur mjög þunga áherslu á það við bæjarstjórn Akraness að upphaflegur tímarammi haldi.
Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi lýsir yfir ánægju með uppfærða teikningu þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga forstöðumanna, leiðbeinanda, starfsmanna og notenda þeirra stofnanna sem fyrirhugað er að muni flytja starfsemi sína í samfélagsmiðstöðina.
Notendaráð leggur mjög þunga áherslu á það við bæjarstjórn Akraness að upphaflegur tímarammi haldi.
Fundi slitið - kl. 18:00.