Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi
Dagskrá
1.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins
2205146
Umræða um húsnæðismál Fjöliðju / Samfélagsmiðstöðvar. Einar Brandsson formaður bæjarráðs og Kristinn Hallur Sveinsson formaður velferðar- og mannréttindaráðs mæta til umræðna við notendaráð um málefnið.
2.Reglur um þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra - endurskoðun
2405070
Kynnt voru drög að endurskoðuðum reglum um stuðnings- og stoðþjónustu fyrir börn.
Berglind Jóhannesdóttir þroskaþjálfi og málstjóri í farsældarþjónustu barna fór yfir stöðuna á endurskoðun á reglum um stuðnings- og stoðþjónustu fyrir börn.
Notendaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu og óskar eftir því að fá reglurnar til umsagnar á síðari stigum.
Notendaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu og óskar eftir því að fá reglurnar til umsagnar á síðari stigum.
3.Breytingar á örorkulífeyriskerfinu
24042305
Breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Fyrir liggur frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra um breytingar á örorkulífeyriskerfinu þar sem lagðar eru til þær mestu breytingar á kerfinu frá upphafi.
Lagt fram til kynningar.
4.Verkefni VMST um aukna atvinnuþáttöku fatlaðs fólks
24042307
Nýtt verkefni VMST um aukna atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Nýtt nám í formi færninámskeiða með það að markmiði að bæta hag fatlaðs fólks á vinnumarkaði.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Einar Brandsson fór yfir stöðuna á þjónustumiðstöðinni (áhaldahús, Búkolla, móttaka einnota umbúða) og Kristinn Hallur Sveinsson fór yfir stöðuna á samfélagsmiðstöðinni, en þar er verið að útbúa útboðsgögn.
Lárus Ársælsson umhverfisstjóri fór yfir útboð á byggingarétti á Dalbraut 8.
Samkvæmt upplýsingum frá ofangreindum fulltrúum munu fyrri áform um útboð á byggingarétti samfélagsmiðstöðvar á haustmánuðum standast. Notendaráð lýsir ánægju sinni með þá stöðu.
Notendaráð hvetur eindregið til þess að nú þegar hefjist að nýju undirbúningur að byggingu þjónustumiðstöðvarinnar líkt og núverandi bæjarstjórn hafði áform um.