Öldungaráð
Dagskrá
1.Heilsueflandi samfélag
1802269
Til fundarins mætir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍA. Hildur stýrir einnig verkefninu "heilsueflandi samfélag".
Hildur mun fara yfir tilgang heilsueflandi samfélags og síðan verða umræður um það með hvaða hætti skipulag á íþróttastarfi fyrir eldri borgara getur verið. Einnig umræða um það hvernig Öldungaráðið getur haft áhrif og tekið þátt í verkefninu.
Hildur mun fara yfir tilgang heilsueflandi samfélags og síðan verða umræður um það með hvaða hætti skipulag á íþróttastarfi fyrir eldri borgara getur verið. Einnig umræða um það hvernig Öldungaráðið getur haft áhrif og tekið þátt í verkefninu.
Öldungaráð þakkar Hildi Karen fyrir upplýsandi kynningu um verkefnið heilsueflandi samfélag. Öldungaráð felur starfsmönnum að vinna að minnisblaði um frístundastyrk í samræmi við umræður á fundinum.
Fundi slitið - kl. 12:00.