Öldungaráð
Dagskrá
Kristín Björg Jónsdóttir deildarstjóri stuðnings og stoðþjónustu. Björnfríður Björnsdóttir nemi í opinberri stjórnsýslu sat fundinn.
1.Öldungaráð Akraneskaupstaðar 2019-2022.
1902030
Farið yfir samþykkt fyrir Öldungaráði sem samþykkt var 26. apríl 2018
Formaður fór yfir erindisbréf ráðsins 2022-2026.
2.Öldungaráð 2022-2026
2208073
Fulltrúar í Öldungaráði 2022-2026. Kynntir fulltrúar í Öldungaráði.
Farið var yfir skipaða fulltrúa í Öldungaráði fyrir tímabilið 2022-2026.
3.Öldungaráð 2022-2026
2208073
Yfirferð yfir mál sem ráðið sendi frá sér á síðasta tímabili sem eru í vinnslu.
2109170 - Gjaldskrár 2022
Vísa til umræðu frá 13. fundi Öldungaráðs 25. febrúar síðastliðinn. Ákveðið var að halda sérstakan fund um gjaldskrármál sem tengjst 67 ára og eldri.
Ödungaráð leggur áherslu á mikilvægi heilsueflingar eldri borgara og fjölbreytta frístundaþátttöku sem stuðlar að betri lífsgæðum og færni. Akranes er heilsueflandi samfélag og í samræmi við þær áherslur leggur Öldungaráð til við bæjarstjórn að tekið verði upp tómstundarframlag fyrir 67 ára og eldri. Samskonar fyrirkomulag og er í boði fyrir börn og ungmenni. Lagt er til að árlegt framlag fyrir fullorðinn einstakling verði það sama og gildir fyrir börn og ungmenni. Markmiðið með þessu er að gera eldri íbúum bæjarins kleift að taka þátt í fjölbreyttu íþrótta og tómstundastarfi óháð efnahag og að efla almennt heilbrigði og hreysti þessa aldurshóps.
2109170 - Gjaldskrár 2022
Vísa til umræðu frá 13. fundi Öldungaráðs 25. febrúar síðastliðinn. Ákveðið var að halda sérstakan fund um gjaldskrármál sem tengjst 67 ára og eldri.
Ödungaráð leggur áherslu á mikilvægi heilsueflingar eldri borgara og fjölbreytta frístundaþátttöku sem stuðlar að betri lífsgæðum og færni. Akranes er heilsueflandi samfélag og í samræmi við þær áherslur leggur Öldungaráð til við bæjarstjórn að tekið verði upp tómstundarframlag fyrir 67 ára og eldri. Samskonar fyrirkomulag og er í boði fyrir börn og ungmenni. Lagt er til að árlegt framlag fyrir fullorðinn einstakling verði það sama og gildir fyrir börn og ungmenni. Markmiðið með þessu er að gera eldri íbúum bæjarins kleift að taka þátt í fjölbreyttu íþrótta og tómstundastarfi óháð efnahag og að efla almennt heilbrigði og hreysti þessa aldurshóps.
Ákveðið var að senda fyrirspurn á velferðar- og mannréttindaráð til að kanna hvar málið er statt í stjórnkerfinu. Ráðið leggur áherslu á að slíkur styrkur verði í boði svo allir sem rétt eiga geti nýtt sér slíkan styrk til að efla færni og getu. Bæjarfélagið er heilsueflandi samfélag og væri styrkurinn þáttur í að efla það.
4.Öldungaráð 2022-2026
2208073
Skipulag funda og tímasetningar nóv 2022-maí 2023.
Ákveðið að halda fund í samráði við stýrihóp um stefnumótun í öldrunarþjónustu til að ræða heilsueflingu fyrir alla. Sá fundur verður haldinn 23. nóvember kl. 13.00.
Kristján Sveinsson yfirgaf fundinn kl. 09.00.
Kristján Sveinsson yfirgaf fundinn kl. 09.00.
5.Öldungaráð 2022-2026
2208073
Umræða var um aðstöðu eldri borgara á púttvellinum við Garðavöll. Þrengt hefur verulega að þeim tíma sem til ráðstöfunar var á púttvellinum. Öldungaráð óskar eftir að þetta mál verði skoðað og komið í réttan farveg.
Fundi slitið - kl. 09:30.