Öldungaráð
Dagskrá
1.Starfshópur um stefnumótun öldrunarþjónustu
2109144
Öldungaráð var boðað til fundar með starfshóp um stefnumörkun í öldrunarmálum hjá Akraneskaupstað. Einnig sátu fundinn fulltrúar starfshópsins, stjórn FEBAN, verkefnastjóri heilsueflandi samfélags og framkvæmdastjóri IA.
2.Starfshópur um stefnumótun öldrunarþjónustu
2109144
Á fundinn mætir Eva Katrín Friðgeirsdóttir verkefnastjóri og Fríða Karen Gunnarsdóttir verkefnastjóri Virkni og vellíðan í Kópavogi. Kynnt verður verkefni sem hófst í Kópavogi í október 2020 og því nokkur reynsla komið á þá vinnu.
Með verkefninu er verið að bregðast við óskum eldra fólks um aukinn stuðning við íþróttastarf 60 ára og eldri í Kópavogi. Verkefnið sem og ávinningur verður kynnt á fundinum.
Hægt er að skoða nánar um verkefnið á facebókarsíðu með yfirskriftinni: Virkni og Vellíðan í Kópavogi.
Heilmikið er einnig fjallað um verkefnið á netinu m.a. á slóðinni: https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogsbaer-i-samstarf-vid-ithrottafelog-um-namskeid-fyrir-eldri-borgara.
Á fundinn verða auk starfshópsins fulltrúar úr Öldungaráði, heilsueflandi samfélagi, íþróttabandalagi Akraness og stjórn FEBAN.
Með verkefninu er verið að bregðast við óskum eldra fólks um aukinn stuðning við íþróttastarf 60 ára og eldri í Kópavogi. Verkefnið sem og ávinningur verður kynnt á fundinum.
Hægt er að skoða nánar um verkefnið á facebókarsíðu með yfirskriftinni: Virkni og Vellíðan í Kópavogi.
Heilmikið er einnig fjallað um verkefnið á netinu m.a. á slóðinni: https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogsbaer-i-samstarf-vid-ithrottafelog-um-namskeid-fyrir-eldri-borgara.
Á fundinn verða auk starfshópsins fulltrúar úr Öldungaráði, heilsueflandi samfélagi, íþróttabandalagi Akraness og stjórn FEBAN.
Fundi slitið - kl. 14:30.
Í umræðu starfshópsins er áhersla lögð á að nauðsynlegt sé að samnýta reynslu hinna ýmsu þjónustuaðila bæjarfélagsins, að samvinna þeirra skipti öllu máli. Horfa þarf til þess hóps sem er í áhættu og á stutt í það að flytja á Höfða.