Fara í efni  

Öldungaráð

16. fundur 23. nóvember 2022 kl. 13:00 - 14:30 á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili Sólmundarhöfða 5
Nefndarmenn
  • Liv Aase Skarstad formaður
  • Erla Dís Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jóna Á. Adolfsdóttir aðalmaður
  • Elí Halldórsson aðalmaður
  • Böðvar Jóhannesson aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri
  • Kristín Björg Jónsdóttir deildarstjóri stuðnings- og stoðþjónustu
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings og stoðþjónustu
Dagskrá

1.Starfshópur um stefnumótun öldrunarþjónustu

2109144

Öldungaráð var boðað til fundar með starfshóp um stefnumörkun í öldrunarmálum hjá Akraneskaupstað. Einnig sátu fundinn fulltrúar starfshópsins, stjórn FEBAN, verkefnastjóri heilsueflandi samfélags og framkvæmdastjóri IA.

2.Starfshópur um stefnumótun öldrunarþjónustu

2109144

Á fundinn mætir Eva Katrín Friðgeirsdóttir verkefnastjóri og Fríða Karen Gunnarsdóttir verkefnastjóri Virkni og vellíðan í Kópavogi. Kynnt verður verkefni sem hófst í Kópavogi í október 2020 og því nokkur reynsla komið á þá vinnu.

Með verkefninu er verið að bregðast við óskum eldra fólks um aukinn stuðning við íþróttastarf 60 ára og eldri í Kópavogi. Verkefnið sem og ávinningur verður kynnt á fundinum.

Hægt er að skoða nánar um verkefnið á facebókarsíðu með yfirskriftinni: Virkni og Vellíðan í Kópavogi.

Heilmikið er einnig fjallað um verkefnið á netinu m.a. á slóðinni: https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/kopavogsbaer-i-samstarf-vid-ithrottafelog-um-namskeid-fyrir-eldri-borgara.

Á fundinn verða auk starfshópsins fulltrúar úr Öldungaráði, heilsueflandi samfélagi, íþróttabandalagi Akraness og stjórn FEBAN.
Eva Katrín og Fríða Karen kynntu starfsemi verkefnisins "Virkni og vellíðan í Kópavogi" og farið var yfir ávinning til framtíðar.

Í umræðu starfshópsins er áhersla lögð á að nauðsynlegt sé að samnýta reynslu hinna ýmsu þjónustuaðila bæjarfélagsins, að samvinna þeirra skipti öllu máli. Horfa þarf til þess hóps sem er í áhættu og á stutt í það að flytja á Höfða.

Fundi slitið - kl. 14:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00