Öldungaráð
Dagskrá
1.Höfði - umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra
2206204
Öldungaráð tók til umfjöllunar bókun stjórnar Höfða um umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna framkvæmda á þaki og útveggjum. Telur ráðið brýnt að sækja um styrk og styður Höfða í þeirri framkvæmd.
2.Íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi
1708094
Farið verður yfir niðurstöður Íbúaþingsins frá árinu 2017 og hvað hefur áunnist og hvað þarf að vinna áfram.
Farið var yfir skýrslu íbúaþings og fjallaði Öldungaráð um ákveðna þætti sem skoða má betur og hrinda í framkvæmd. Sjá minnisblað.
3.Starfshópur um stefnumótun öldrunarþjónustu
2109144
Farið yfir stöðu verkefna hjá stýrihópi í málefnu aldraðra.
Kynnt var lokaskýrsla SSV um stefnu í öldrunarmálum á Vesturlandi. Fundarmenn þakka fyrir góða yfirferð.
Fundi slitið - kl. 13:00.