Öldungaráð
Dagskrá
Sigurbjörg Halldórsdóttir er nýr aðili í Öldungaráði.
1.Heilsuefling eldra fólks - gjald í sund fyrir eldra fólk
2402299
Umræða um fyrirspurn sem barst í maí 2024 þar sem óskað var eftir afstöðu Öldungaráðs til gjaldtöku í sundlaugar bæjarfélagsins.
Daníel Sigurðsson Glad mætir á fundinn og kynnir kostnaðargreiningu sem unnin var.
Daníel Sigurðsson Glad mætir á fundinn og kynnir kostnaðargreiningu sem unnin var.
Öldungaráð þakkar Daníel Glad fyrir góða kynningu og umræður. Ráðið leggur til við Akraneskaupstað að skoðað verði að fara í svipaðar leiðir og Reykjavíkurborg í gjaldtöku vegna árskorta í sundlaugar. Málinu vísað til umfjöllunar í velferðar- og mannréttindaráði.
2.Heilsuefling eldra fólks- Sprækir Skagamenn
2402299
Kynning á samstarfsverkefni ÍA og Akraneskaupstaðar sem ber heitið Sprækir Skagamenn.
Sveinborg Kristjánsdóttir kynnti samstarf við ÍA um heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri.
Samkomulag náðist við ÍA að sjá um heilsueflingu fyrir þennan aldurshóp. Bæjarfélagið greiðir ÍA kr. 900.000 á mánuði fyrir umsýsluna og framkvæmd. Verkefnið er hafið og nú eru um 40 manns að stunda reglubundnar æfingar samkvæmt dagskrá. Hver þátttakandi greiðir kr. 5.500 fyrir hvern mánuð.
Ráðið er jákvætt og hlakkar til að sjá framvindu verkefnisins.
Samkomulag náðist við ÍA að sjá um heilsueflingu fyrir þennan aldurshóp. Bæjarfélagið greiðir ÍA kr. 900.000 á mánuði fyrir umsýsluna og framkvæmd. Verkefnið er hafið og nú eru um 40 manns að stunda reglubundnar æfingar samkvæmt dagskrá. Hver þátttakandi greiðir kr. 5.500 fyrir hvern mánuð.
Ráðið er jákvætt og hlakkar til að sjá framvindu verkefnisins.
3.Tengiráðgjöf verkefni fyrir Vesturland - Vitundarvakning
2409242
Laufey Jónsdóttir tengiráðgjafi segir frá viðburðum á Akranesi tengdum vitundarvakningu á vegum Gott að eldast. Vitundarvakningin snýr að aðgerðum til að auka virkni eldra fólks til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og einmanaleika.
6. nóvember
Akranes kl. 16.00 Dalbraut 4
Drög að dagskrá:
Bæjarstjóri býður fólk velkomið
Sviðsstjóri velferðarsviðs stýrir fundi
Gott að eldast og tengiráðgjöf - Líf Lárusdóttur verkefnastjóri SSV
Það er pláss fyrir alla“
Vitundarvakning Félags og vinnumarkaðsráðuneytisins um félagslega einangrun.
Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur og Svavar Knútur söngvaskáld.
Samvera og kaffiveitingar í lok fundar
6. nóvember
Akranes kl. 16.00 Dalbraut 4
Drög að dagskrá:
Bæjarstjóri býður fólk velkomið
Sviðsstjóri velferðarsviðs stýrir fundi
Gott að eldast og tengiráðgjöf - Líf Lárusdóttur verkefnastjóri SSV
Það er pláss fyrir alla“
Vitundarvakning Félags og vinnumarkaðsráðuneytisins um félagslega einangrun.
Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur og Svavar Knútur söngvaskáld.
Samvera og kaffiveitingar í lok fundar
Öldungaráðið þakkar góða kynningu og hvetur fólk til að mæta og taka þátt.
4.Málþing um starf öldungaráða sveitarfélaganna 17. október 2024
2410089
Umræða um málþing um starf Öldungaráða sem haldinn var 17. október 2024.
Landsamband eldri borgara og Samband íslenskra sveitarfélaga boðuðu til málþings til að ræða verkefni ráðanna, hvað er gott og hvað má betur fara.
Málþingið verður hægt að skoða á www.leb.is
Landsamband eldri borgara og Samband íslenskra sveitarfélaga boðuðu til málþings til að ræða verkefni ráðanna, hvað er gott og hvað má betur fara.
Málþingið verður hægt að skoða á www.leb.is
Ákveðið að halda vinnufund með ráðinu í nóvember til að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu.
Fundi slitið - kl. 11:45.