Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)
RITNEFND UM SÖGU AKRANESS
Ár 2001, miðvikudaginn 30. maí kom ritnefnd um sögu Akraness saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra og hófst fundurinn kl. 18:00.
Mættir: Gísli Gíslason,
Leó Jóhannesson,
Ólafur J. Þórðarson.
Auk þeirra söguritari Gunnlaugur Haraldsson.
1. Gunnlaugur lagði fram á fundinum efni á 302 síðum, en efnið hafði áður verið sent nefndarmönnum. Gunnlaugur greindi frá því að umrætt efni þurfi að stytta og lagfæra. Þá var rætt um hvernig tengja ætti eldri sögu því efni sem komið er og nauðsyn þess að ljúka því sem tilheyrir 19. og 20. öld.
2. Rætt var um ritun sögunnar næstu mánuði og ákveðin markmið sem æskilegt væri að næðust á þeim tíma.
3. Fyrir liggur samningur við Landmælingar Íslands um kortagerð í tengslum við ritun sögunnar. Um er að ræða gerð ákveðinna grunnkorta sem nýta má til ýmissa hluta og ákveðins kortaefnis sem tengist sögunni beint s.s. siglingaleiðir, landamerki, örnefni, varir, lendingar og grunnmið. Gunnlaugur hefur átt fundi með fulltrúa LMÍ, sem vinnur verkið.
4. Ákveðið var að halda næsta fund á haustdögum en Gunnlaugur mun halda að nefndarmönnum upplýsingum eftir því sem efni standa til.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15.
Gísli Gíslason (sign)
Ólafur J. Þórðarson (sign)
Gunnlaugur Haraldsson (sign)
Leó Jóhannesson (sign)
Ólafur J. Þórðarson (sign)
Gunnlaugur Haraldsson (sign)
Leó Jóhannesson (sign)