Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

3. fundur 15. október 2001 kl. 18:00 - 19:00

Ár 2001, mánudaginn 15. október kom ritnefnd um sögu Akraness saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra og hófst fundurinn kl. 18:00.

Mættir: Gísli Gíslason,
   Jósef H. Þorgeirsson,
 Ólafur J. Þórðarson,
 Leó Jóhannesson.

Auk þeirra söguritari Gunnlaugur Haraldsson.

1. Í upphafi fundar lagði Gunnlaugur fram 112 síður sem er lok 18. aldar og auk þess 70 blaðsíður með efni frá 19. öld.

2. Gunnlaugur gerði grein fyrir stöðu mála. Efni vegna 19. aldar er nú um 5-600 síður, en vinna þarf það efni frekar og skipta því í tvö bindi og miða við 1850.  
Sá tími, sem gert var ráð fyrir að færi í ritunina, er að líða og var m.a. rætt um ýmislegt því tengt.

3. Innan nokkurra vikna munu drög að handriti til 1850 liggja fyrir. Þá mun ritnefndin koma saman að nýju og leggja fram tillögu að framhaldi við vinnu verksins.

 
 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

 Gísli Gíslason (sign)
 Ólafur J. Þórðarson (sign)
 Leó Jóhannesson (sign)
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Gunnlaugur Haraldsson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00