Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

10. fundur 10. febrúar 2003 kl. 18:00 - 19:15

Ár 2003, mánudaginn 10. febrúar kom ritnefnd um sögu Akraness saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra og hófst fundurinn kl. 18:00.


Mættir: Gísli Gíslason,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Ólafur J. Þórðarson,
 Leó Jóhannesson,
 Sigurður Sverrisson.

Auk þeirra söguritari, Gunnlaugur Haraldsson.


1. Gunnlaugur gerði grein fyrir stöðu mála og kvað styttast í að 2. bindi liti dagsins ljós.  Hann lagði fram endurskoðaða efnisskipan fyrir bindið.  Í meginatriðum er búið að skrifa alla aðalkaflana til 1941, en ýmis vinna er þó eftir við útfærslu einstakra kafla.  Gunnlaugur hyggst fínvinna 2. bindið betur áður en hann hefst handa við 3. bindið.  Gunnlaugur mun koma einstökum köflun 2. bindis í marsmánuði til nefndarmanna til yfirlestrar.

 

2. Efni fyrsta bindis.  Farið var yfir umræðu um það efni efni sem hefur verið skilað til nefndarmanna.  Skoða þarf  það efni betur þegar heildarmynd er komin á verkið, en ljóst er er að stytta þarf og endurræða  ákveðna þætti.  Rætt var um ýmis atriði þessu tengd.

 

3. Ákveðið var að hittast aftur um miðjan mars.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:15.

 

 Gísli Gíslason (sign)
 Sigurður Sverrisson (sign)
 Ólafur J. Þórðarson (sign)
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Gunnlaugur Haraldsson (sign)
 Leó Jóhannesson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00