Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

51. fundur 01. október 2003 kl. 18:00 - 19:00

51. fundur.  Ár 2003, miðvikudaginn 1. október kom ritnefnd um sögu Akraness saman til fundar á skrifstofu bæjarstjóra og hófst fundurinn kl. 18:00.


Mættir: Gísli Gíslason,
 Ólafur J. Þórðarson,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Leó Jóhannesson.

Auk þeirra söguritari Gunnlaugur Haraldsson.


1. Staða mála.

Gunnlaugur fór yfir stöðu mála og lagði fram verkstöðu varðandi II. bindi.  Þar kemur m.a. fram að fyrir liggja samtals 853 síður, sem fjalla um tímabilið frá 1851-1941.  Í  yfirlitinu kemur eins fram hvaða þáttum er lokið og hverja þurfi að stytta, bæta og breyta.
Yfirlitið sýnir að fyrir liggur þokkalega heilleg samantekt flestra aðalkafla  II. bindis þótt lokafrágang vanti víða auk þess sem frekari  heimildir skortir og/eða  úrvinnslu þeirra.  Þá eru ósamdir allmargir stuttir  ?fréttapistlar? m.a. vegna sjóslysa, skipsstranda og annars efnis.
Nokkur vinna er við að stytta ýmsa kafla ? ýmist mikið eða lítið ? án þess þó að texti allra undirkafla raskist.  Þá þarf að vinna viðauka og skrár sem sameinað verður í einn heildarviðauka.

 

2. Framhald verksins.

Gunnlaugur ætlar að ljúka II. bindi í desembermánuði.  Vegna breytinga á búsetu þá er nauðsynlegt  að huga að vinnuaðstöðu á Akranesi og aðgangi að ljósritun m.a. vegna gagna í bókasafni og héraðsskjalasafni.  Í byrjun árs 2004 mun Gunnlaugur snúa sér að vinnu við þriðja bindið sem fjallar um tímabilið frá 1942-2000.  Nokkuð af gögnum hefur Gunnlaugur vegna þessa tímabils, aðallega gerðabækur og opinber gögn.  Ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði í desembermánuði.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

 

 Gísli Gíslason (sign)
 Ólafur J. Þórðarson (sign)
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Leó Jóhannesson (sign)
 Gunnlaugur Haraldsson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00