Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)
Fundur nr. 66. Fimmtudaginn 20. desember 2007 kom ritnefnd um sögu Akraness saman til fundar og hófst fundurinn kl. 17:15.
Mættir: Jón Gunnlaugsson,
Magnús Þór Hafsteinsson,
Leó Jóhannesson,
Björn Gunnarsson.
Auk nefndarmanna sat Gunnlaugur Haraldsson fundinn en hann ritar sögu Akraness.
Dagskrá:
Fundur settur af formanni.
Upplýst að formaður, Jón Gunnlaugsson, Magnús Þór Hafsteinsson og Gunnlaugur Haraldsson söguritari fóru fyrr um daginn á fund bæjarráðs Akraness þar sem upplýst var um gang verksins og horfur á framhaldi þess.
Frá síðasta fundi nefndarinnar, 6. nóvember sl. hefur verið gengið frá samkomulagi við söguritara um verkstjórn við frágang verksins. Einnig hefur verið gengið frá samningum um kortagerð og umbrot. Vinna er hafin við þessa þætti.
Sögurritari gerði grein fyrir vinnu og útliti korta og örnefnamynda. Kynntar fyrirliggjandi hugmyndir um hönnun og útlit verksins.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Magnús Þór Hafsteinsson (sign)
Björn Gunnarsson (sign)
Leó Jóhannesson (sign)
Jón Gunnlaugsson (sign)