Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

1. fundur 04. júlí 2002 kl. 15:00 - 17:30

1. fundur skipulags- og  umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, fimmtudaginn 4. júlí 2002 kl. 15:00.

Mættir á fundi: Magnús Guðmundsson formaður,
 Lárus Ársælsson,
 Eydís Aðalbjörnsdóttir,
 Edda Agnarsdóttir,
 Kristján Sveinsson.

Auk þeirra voru mætt Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi og  Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi sem einnig ritaði fundargerð.

1. Krókatún 22-24, grenndarkynning (00.074.303) Mál nr. SN020025
700498-2209 Skaginn hf, Bakkatún 26, 300 Akranesi
Erindi Magnúsar H. Ólafssonar fh. Skagans hf. varðandi viðbyggingu við húsið nr. 22-24 við Krókatún.  Óskað er eftir því að erindið verði grenndarkynnt samkvæmt 43. gr. laga nr. 73/1997.
Erindið hefur verið grenndarkynnt íbúum við Bakka-, Deildar-, Grunda- og Krókatún.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin samþykkir að byggt verði á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.

2. Þjóðbraut 14, breyting á deiliskipulagi (00.185.509) Mál nr. SN020026
500269-4649 Olíufélagið HF, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Umsókn Kristjáns Ásgeirssonar fh. Olíufélagsins hf. um breytingu á deiliskipulagi, hvað varðar aðkeyrlsuleiðir og skipulag lóðar samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá ALARK arkitektum sf. Hamraborg 7, 200 Kópavogi.
Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 2. mgr. 26. gr.skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Engar athugsemdir bárust.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt.  Skipulagsfulltrúa falið að láta lagfæra frágang teikningar.

3. Kalmansvellir 2, ný innkeyrsla. (00.054.310) Mál nr. SN020009
470100-3030 Björgunarfélag Akraness, Akursbraut 13, 300 Akranesi
Umsókn Hannesar F. Sigurðssonar fyrir hönd Björgunarfélags Akraness um afstöðu nefndarinnar um að heimila út- og innakstur slökkvi- og björgunarbifreiða frá Kalmannsvöllum 2 út á Esjubraut.  Meðfylgjandi eru teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd.
Tillagan var auglýst samkvæmt 25. gr. Skipulags- og byggignarlaga nr. 73/1997
Ein athugsemd barst frá Axeli Jónssyni dags. 18.6.2002

Nefndin getur ekki fallist á athugasemd bréfritara, þar sem einungis verður  um akstur neyðarbíla að ræða út á Esjubraut.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt.  
 4. Flatahverfi klasi 3, Tindaflöt 2  Mál nr. SN020031
200457-0059 Guðmundur Sigþórsson, Laugarnesvegi 86, 105 Reykjavík
Bréf Kristins Ragnarssonar fh. Guðmundar, varðandi breytingu á gildandi skilmálum lóðarinnar nr. 2 við Tindaflöt, sbr. meðfylgjandi teikningar.
Frestað, nefndin óskar eftir frekari upplýsingum frá hönnuði , varðandi afstöðu til nærliggjandi lóða  og útlit bílgeymslu.
Skipulagsfulltrúa falið að leita eftir áliti höfunda deiliskipulagsins á ósk hönnuðar.

5. Ægisbraut., deiliskipulag  Mál nr. SN010004
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Lokatillaga hönnuða Arkitektar Hjördís og Dennis.
Tillagan kynnt nefndarmönnum.

6. Skólabraut 14, umsögn um áfengisleyfi (00.091.201) Mál nr. SN020032
570102419 Eicas ehf, Skólabraut 14, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 3. júní 2002, varðandi umsögn nefndarinnar um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Mörk, Skólabraut 14.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd varðandi umsókn veitingastaðarins Mörk um áfengisleyfi, þar sem hún er í samræmi við skipulagsskilmála svæðisins.

7. Stillholt 23, Umsögn um áfengisleyfi (00.059.304) Mál nr. SN020034
621096-2579 Stillholt ehf., Skólabraut 14, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 3. júní 2002, varðandi umsögn nefndarinnar um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Hróa Hetti , Stillholti 23.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd varðandi umsókn veitingastaðarins Hróa Hattar um áfengisleyfi, þar sem hún er í samræmi við skipulagsskilmála svæðisins.

8. Skólabraut 19, bílastæði á lóð (00.086.714) Mál nr. BN020068
200383-4439 Hafdís Búadóttir, Hlíðarbæ 16, 301 Akranes
031279-5349 Vífill Búason, Hlíðarbæ 16, 301 Akranes
020380-5439 Örn Egilsson, Skólabraut 19, 300 Akranesi
Umsókn eigenda ofangreindrar lóðar um heimild til þess að gera bílastæði innan lóðar með aðkomu frá Skólabraut.
Nefndin telur ekki þörf á umsögn enda rúmast beiðnin innan gildandi deiliskipulags.

9. Fundarsköp, fundartími  Mál nr. SN020035
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Ákvörðun um fundrtíma
Skipulagsnefnd ákveður að fundardagar nefndarinnar verði fyrsta og þriðja mánudag í mánuði kl. 15:30.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00