Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
Mættir: Magnús Guðmundsson formaður,
Kristján Sveinsson,
Reynir Leósson varamaður,
Eydís Aðalbjörnsdóttir,
Lárus Ársælsson.
Auk þeirra Hrafnkell Á. Proppé umhverfisfulltrúi og Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
1. Svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar, umsögn um starfsleyfi Mál nr. SU020004
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 25. júlí ásamt bréfi Hollustuverndar ríkisins dags.12. júlí 2002 og drögum að starfsleyfi fyrir álver Norðuráls á Grundartanga.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög af starfsleyfi fyrir álver Norðuráls á Grundartanga með tveimur eftirfarandi athugasemdum:
a) Í almenn ákvæði komi grein um viðbrög við mengunarslysum.
b) Í grein 4.5. komi ákvæði um að starfi verksmiðjan eftir eigin umhverfisstjórnuarkerfi þá sé slíkt kerfi kynnt og fái samþykki eftirlitsaðila.
2. Staðardagskrá 21, ráðgjöf Mál nr. SU020005
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 14. ágúst 2002 ásamt bréfi verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 á Íslandi varðandi ráðgjöf við gerð Staðardagskrár 21
Skipulags- og umhverfisnefnd mun nýta sér aðstoð verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 samkvæmt samstarfssamningi. Fyrirhugaður er kynningarfundur um umhverfismál á Akranesi á haustmánuðum sem nefndin mun skipuleggja í samvinnu við verkefnisstjórann.
Umhverfisfulltrúa falið að taka saman framkvæmdaáætlun ársins og næsta árs samkvæmt Staðardagskrár 21 og leggja fyrir nefndina.
3. Skipulags- og umhverfisnefnd, samþykkt Mál nr. SU020006
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Drög að samþykkt nefndarinnar löð fram
Drög yfirfarin og umhverfisfulltrúa falið að leggja fram ný drög fyir næsta fund.
4. Skipulags- og umhverfisnefnd, önnur mál Mál nr. SU020007
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umhverfisfulltrúi kynnti störf fráfarandi umhverfisnefndar.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 17:00