Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
7. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness verður haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 7. október 2002 kl. 15:30.
Mættir voru Magnús Guðmundsson
Lárus Ársælsson
Kristján Sveinsson
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra voru mætt Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi og Hrafnkell Á. Proppé umhverfisfulltrúi sem ritaði fundargerð.
1. Tindaflöt 16, breytt deiliskipulag (00.183.211) Mál nr. SU020014
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi Akraneskaupstaðar vegna deiliskipulagsbreytingar á lóðinni nr. 16 við Tindaflöt. Breytingin felst í minnkun lóðar vegna snúningsáss við götu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði grenndarkynnt lóðarhöfum Tindaflöt 2-10, 12, 14 skv. 2. mlsgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
2. Golfvöllur - Garðalundur, deiliskipulag, tillaga Mál nr. SU020020
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Lagðar fram endurskoðaðar tillögur vegna deiliskipulags Golfvallar og Garðalundar.
Kynntar voru tillögur Magnúsar H. Ólafssonar um deiliskipulag Golfvallar og Garðalundar. Nefndin leggur til að deiliskipulag Akraneskirkjugarðs verði endurskoðað samhliða vinnu við deiliskipulag Golfvallar og Garðalundar. Jafnframt verði mörk svæðanna endurskoðuð. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að málinu með áherslu á að ljúka Golfvallar skipulagi sem fyrst.
3. Hafnarsvæðið, deiliskipulag Mál nr. SU020015
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi hafnarstjórnar dags. 12.09.2002 og bæjarráðs dags. 19.09.2002 varðandi endurskoðun deiliskipulags á Hafnarsvæðinu.
Nefndin samþykkir tillögu bæjarráðs um að skipulagsfulltrúi hefji vinnu við að endurskoða deiliskipulag Hafnarsvæðisins.
4. Skarðsbraut 6, deiliskipulag. (00.067.101) Mál nr. SU020016
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi bæjarráðs dags. 19.sept. 2002 varðandi hugmyndir um stækkun leikskólans Vallarsel við Skarðsbraut 6, með tilliti til byggingarreits og nauðsynlegrar lóðar.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að leggja tillögur fyrir næsta fund nefndarinnar.
5. Skipulagsáætlanir, Staða skipulagsmála Mál nr. SU020011
Áður frestuðu máli um yfirlit yfir stöðu skipulagsmála og áætlanir um skipulagsvinnu. Meðfylgjandi er kostnaðarmat vegna deiliskipulags óskipulagðra svæða dags. 10. maí 2002 og kostnmaðramat vegna skipulagsáætlana dags. 01. október 2002.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2003 sem lögði verði fyrir næsta fund.
6. Aðalskipulag, endurskoðun. Mál nr. SU020017
Endurskoðun aðalskipulags.
Nefndin leggur til að endurskoðun aðalskipulags verði hafin hið fyrsta. Verkið verði að mestu unnið á tækni- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar undir stjórn skipulagsfulltrúa.
7. Starfsleyfi., bréf bæjarráðs. Mál nr. SU020018
Erindi frá bæjarráði dags. 13. sept. 2002 vegna starfsleyfis fyrir meðhöndlun á óvirkum úrgangi í landi Akraneskaupstaðar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að starfsleyfi.
8. Skógræktarfélag Akraness, leiguland í Slögu. Mál nr. SU020019
Bréf bæjarráðs dags. 13. sept. 2002 varðandi bréf Skógræktarfélags Akraness um leiguland félagsins í Slögu og fleira. Skipulags- og umhverfisnefnd falið að svara erindinu.
Nefndin leggur til að umhverfisfulltrúa verði falið að boða stjórn Skógræktarfélags Akraness til fundar ásamt heilbrigðisfulltrúa og fulltrúum frá Orkuveitu Reykjavíkur.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45.