Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

9. fundur 04. nóvember 2002 kl. 15:30 - 17:00

9. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness verður haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 4. nóvember 2002 kl. 15:30.

                                                                                                            

 

Mættir á fundi: Magnús Guðmundsson, formaður
 Eydís Aðalbjörnsdóttir
 Edda Agnarsdóttir
 Ingibjörg Haraldsdóttir
 Þráinn E. Gíslason

Auk þeirra voru mættir skipulagsfulltrúi, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og umhverfisfulltrúi, Hrafnkell Á. Proppé sem ritaði fundargerð.

                                                                                                            

 

1. Garðabraut 2, deiliskipulag, breyting.   (00.068.101) Mál nr. SN020002
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frá Runólfi Þ. Sigurðssyni fyrir hönd lóðarhafa á ofangreindri lóð.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu að deiliskipulagi og leggur til að  tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. 
 
2. Flatahverfi klasi 3, Tindaflöt 2    Mál nr. SN020031
200457-0059 Guðmundur Sigþórsson, Laugarnesvegi 86, 105 Reykjavík
Lagt fram nýtt erindi Kristins Ragnarssonar dags.29.10.02, fh. Guðmundar, varðandi breytingu á gildandi skilmálum lóðarinnar nr. 2 við Tindaflöt, sbr. meðfylgjandi teikningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillaga að breytingu á deiliskipulagi skv. fyrirliggjandi gögnum verði  lögð fyrir nefndina. Fallist er á að 2 bílskúrar á lóð verði felldir niður. Deiliskipulagshöfundum verði falið að vinna breytinguna á kostnað lóðarhafa.

 

3. Dalbraut 2, bílastæðamál    Mál nr. SU020022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Áður frestað mál varðandi bílastæði að Dalbraut 2. Afrit af bréfi bæjarstjóra, Gísla Gíslasonar, dags. 04. október 2002 og afrit af bréfi eigenda að húseigninni Dalbraut 2 fylgja.  Óskað er eftir að skipulags- og umhverfisnefnd fjalli um erindið.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir svarbréf bæjarstjóra um að skipulag á lóðinni Dalbraut 2 og næsta nágrennis leyfi ekki fjölgun bílastæða utan lóðar.  Ekki eru fyrirsjáanlegar breytingar á deiliskipulagi á svæðinu sem leyst geta bílastæðavandamál að Dalbraut 2.

 

4. Úttekt og greinargerð um ástand í umhverfismálum, erindi frá bæjarráði Arkaness    Mál nr. SU020024
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi frá bæjarráði dags. 18. október 2002 um bréf Náttúruverndar ríksisns dags. 10. október 2002 varðandi úttekt og greinargerð um ástand í umhverfismálum.
Skipulags -og umhverfisnefnd felur umhverfisfulltrúa að vinna að úttekt og greinargerð í umhverfismálum og leggja drög fyrir næsta fund nefndarinnar.
 

5. Stillholt 23, Umsögn um áfengisleyfi   (00.059.304) Mál nr. SN020034
621096-2579 Stillholt ehf., Skólabraut 14, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 22. október 2002, varðandi umsögn nefndarinnar um endurnýjun á leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Hróa Hetti, Stillholti 23.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd varðandi umsókn veitingarstaðarins Hróa Hattar um áfengisleyfi þar sem hún er í samræmi við skipulagsskilmála svæðisins.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00