Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

11. fundur 02. desember 2002 kl. 15:30 - 17:00

11. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness verður haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 2. desember 2002 kl. 15:30.

________________________________________________________

 

Mættir: Magnús Guðmundsson, formaður
 Kristján Sveinsson
 Edda Agnarsdóttir
 Lárus Ársælsson
 Eydís Aðalbjörnsdóttir

Einnig voru mættir skipulagsfulltrúi, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og umhverfisfulltrúi, Hrafnkell Á. Proppé sem ritaði fundargerð.

________________________________________________________________


1. Úttekt og greinargerð um ástand í umhverfismálum, erindi frá bæjarráði Akraness  Mál nr. SU020024

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Erindi frá bæjarráði dags. 18. október 2002 um bréf Náttúruverndar ríksisns dags. 10. október 2002 varðandi úttekt og greinargerð um ástand í umhverfismálum skv. 44. gr. laga um náttúruvernd. Greinargerð umhverfisfulltrúa um ástand í umhverfismálum.
Lögð fram greinargerð umhverfisfulltrúa um ástand í umhverfismálum á Akranesi. Nefndin samþykkir greinargerðina með áorðnum breytingum.  Lagt er til að hún verði send Náttúruvernd ríkisins.

 

2. Norrænt samstarf, verkefni ungmenna í tengslum við Staðardagskrá 21.  Mál nr. SU020029

Áður frestað erindi  frá Norræna félaginu dags. 14.11.2002 þar sem Akraneskaupstað er boðið að tilnefna 2-5 ungmenni til að taka þátt í samnorrænu verkefni um Staðardagskrá 21.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að Akraneskaupstaður taki þátt í verkefninu og tilnefni 4 ungmenni til þátttöku.

 

3. Sólmundarhöfði, deiliskipulag  Mál nr. SU020025

Áður frestað erindi. Nýlega úthlutaði bæjarstjórn 6 raðhúsalóðum til Akurs skv. gildandi deiliskipulagi á Sólmundarhöfða. Komið hefur í ljós að hluti lóðanna er á svæði sem nýtur verndar skv. þjóðminjalögum. Leitað hefur verið til minjavarðar Vesturlands varðandi málið, en hann  hefur leitað umsagnar Fornleifaverndar ríkisins. Umsögn Fornleifaverndar ríkisins varðandi deiliskipulag á Sólmundarhöfða dags. 25. nóvember lögð fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að felldar verði niður 2 af 6 lóðum sem úthlutað var til Akurs þannig að túngarður meðfram Sólmundarhöfða I verði varðveittur. Deiliskipulagi þessara lóða verði breytt og breytingin grenndarkynnt  skv. 2.mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga stjórn Höfða og íbúum við Höfðagrund.
 
4. Kirkjubraut 15, umsögn um áfengisleyfi (000.862.10) Mál nr. SU020002

120754-5059 Anna Kjartansdóttir, Vesturgötu 41, 300 Akranesi

Bréf Akraneskaupstaðar dags. 18. nóvember 2002  varðandi ósk um umsögn nefndarinnar um umsókn Önnu Kjartansdóttur fh. Café 15 um endurnýjun áfengisleyfis fyrir veitingastaðinn og umsögn  skipulagsfulltrúa dags. 25. nóvember 2002.
Afgreiðsla skipulagsfulltrúa skv. bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. nóvember 2002 lögð fram.

 

Skipulagsmál
5. Aðalskipulag Akraness, Verkáætlun  Mál nr. SU020030

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Fyrstu drög að verkáætlun fyrir aðalskipulag Akraness.
Drögin lögð fram og rædd.

 

Fundi slitið kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00