Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

12. fundur 10. desember 2002 kl. 15:30 - 16:30

12. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness verður haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 10. desember 2002 kl. 15:30.

_____________________________________________________________


Mættir: Magnús Guðmundsson, formaður
 Eydís Aðalbjörnsdóttir
 Edda Agnarsdóttir

Einnig sátu fundinn skipulagsfulltrúi, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og umhverfisfulltrúi, Hrafnkell Á. Proppé.

_____________________________________________________________


1. Styrkumsókn, umsögn  Mál nr. SU020031

Erindi frá bæjarstjóra dags. 3. desember 2002 þar sem óskað er umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar um styrkbeiðni Skóræktarfélags Akraness, skv. bréfi dags. 18.11.2002 þar sem sótt er um fjárveitingu til framkvæmda á svæði félagsins í Slögu.
Nýlega var gerður samningur við Skógræktarfélag Akraness um ræktun Landgræðsluskóga í bæjarfélaginu. Í ljósi óvissu um landnotkun í Slögu þar sem hluti svæðisins er á vatnsverndarsvæði leggur skipulags- og umhverfisnefnd til að lögð verði áhersla á skógrækt á Landgræðsluskógasvæðinu við Þjóðveg þar til endanleg niðurstaða um landnotkun í Slögu liggur fyrir.
Nefndin leggur áherslu á mikilvægi skógræktar fyrir umhverfi og ásýnd Akraneskaupstaðar.


Fundi slitið kl. 16:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00