Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

13. fundur 16. desember 2002 kl. 15:30 - 17:54

13. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness verður haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 16. desember 2002 kl. 15:30.

________________________________________________________

 

Mættir voru  Magnús Guðmundsson
   Lárus Ársælsson
   Kristján Sveinsson
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mætt Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi, sem ritaði fundargerð og Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs undir lið 3-5.

________________________________________________________________


1. Flatahverfi klasi 3, Tindaflöt 2  Mál nr. SN020031

200457-0059 Guðmundur Sigþórsson, Laugarnesvegi 86, 105 Reykjavík

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, fh. Guðmundar, Þar sem óskað er eftir að fá að genndarkynna deiliskipulagsbreytingu að Tindaflöt 2-10 skv. 2.mgr. 26. gr skipulags- og byggingarlaga.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 2.mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga lóðahöfum í klösum 3 og 4 og íbúum á Steinsstöðum.

 

2. Steinstaðaflöt 25-35, deiliskipulag, breyting  Mál nr. SU020021

191057-3339 Þorvaldur Þorvaldsson, Hjaltabakka 2, 109 Reykjavík

Fyrirspurn og teikningar frá Engilbert Runólfssyni f.h. Þorvaldar Þorvaldssonar um hvort leyft yrði að breyta deiliskipulagi á lóðunum nr. 25-35 við Steinstaðaflöt þannig að  byggt verði 2ja hæða fjölbýlishús, með samtals 8 íbúðum. Jafnframt að fella niður bílgeymslur.
Nefndin tekur jákvætt í breytinguna. Einungis er verið að fjölga íbúðum um tvær og byggingarmagn hefum minnkað m.a. þar sem byggingarreitur er ekki fullnýttur.

 

3. Útivistarsvæði, Merking landsvæða  Mál nr. SU020010

Á fundi nefndarinnar þann 16. september sl. var umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram að yfirliti yfir svæði með útivistarlegt gildi sem æskilegt er að merkja í bæjarfélaginu. jafnframt að gera tíma- og kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.
Í bréfi bæjarstjórnar til skipulagsfulltrúa dags. 22. október 2002 er henni falið að fara yfir merkingar á götum og í hverfum á Akranesi og koma með tillögur um hvar eða þá hvort þarf að laga eða breyta merkingum til þess að auðvelda fólki að rata um bæinn.

Drög að greinargerð  lögð fram og rædd.


4. Norrænt samstarf, verkefni ungmenna í tengslum við Staðardagskrá 21.  Mál nr. SU020029

Erindi  frá Norrænafélaginu dags. 14.11.2002 þar sem Akraneskaupstað er boðið að tilnefna 2-5 ungmenni til að taka þátt í samnorrænu verkefni um Staðardagskrá 21.
Vísað er í bókun bæjarráðs frá  5. desember 2002 þar sem bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda rúmist kostnaður innan fjárveitinga til skipulags- og umhverfismála.
Ekki er svigrúm innan fjárhagsáætlunar skipulags- og umhverfismála fyrir árið 2003 til að  standa straum af kostnaði við verkefnið. Því getur nefndin ekki kostað verkefnið.
5. Miðbæjarreitur, nýtt deiliskipulag  Mál nr. SU020033

Deiliskipulag á Miðbæjarreit.
Í ljósi umræðna  um deiliskipulag á Miðbæjarreit leggur skipulags- og umhverfisnefnd áherslu á  við bæjarráð að málið sé unnið í samráði við nefndina, þar sem um mjög mikilvægt mál er að ræða fyrir framtíð Akraness.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:54.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00