Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
14. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 6. janúar 2003 kl. 15:30.
________________________________________________________________
Mættir á fundi: Lárus Ársælsson
Kristján Sveinsson
Edda Agnarsdóttir
Magnús Guðmundsson
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Auk þeirra voru mættir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
Hrafnkell Á Proppé
Þorvaldur Vestmann Magnússon
1. Garðabraut 2, deiliskipulag, breyting. (000.681.01) Mál nr. SN020002
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Erindi frá Runólfi Þ. Sigurðssyni fyrir hönd lóðarhafa á lóðinni Garðabraut 2 vegna deiliskipulagsbreytingar á lóðinni. Deiliskipulagsbreytingin hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr skipulags- og byggingarlaga eigendum fasteigna við jaðarsbraut 25, Faxabraut 15, Garðabraut 2,4 og 6, Höfðabraut 1 og 2, Skagabraut 50 og Sandabraut 17.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að deiliskipulagsbreytingu á lóðinni nr. 2 við Garðabraut verði samþykkt.
2. Golfvöllur, deiliskipulag, tillaga Mál nr. SU020020
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Golfvallar.
Drög af uppdrætti lögð fram og rædd. Afgreiðslu frestað.
3. Aðalskipulag Akraness, íbúaþing Mál nr. SU020030
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að íbúaþingi vegna aðalskipulagsvinnu.
Lögð fram drög að tillögu að íbúaþingi. Skipulags- og umhverfisnefnd telur mikilvægt að íbúaþing verði haldið í sambandi við endurskoðun aðalskipulags og felur skipulagsfulltrúa að vinna frekar að málinu í samræmi við umræðuna á fundunum. Mikilvægt er að áætunargerð vegna skipulagsvinnunar verði lokið áður en endanleg ákvörðun um íbúaþing er tekin.
4. Miðbæjarreitur, nýtt deiliskipulag Mál nr. SU020032
Bréf bæjarráðs dags. 20. desember 2002 vegna óskar skipulags- og umhverfisnefndar um að fyrirhugaðar framkvæmdir á Miðbæjarreit verði unnar í samráði við nefndina.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða fulltrúa Gnógs ehf. á næsta fund nefndarinnar.
5. Samband íslenskra sveitarfélaga, evrópsk umhverfisverðlaun sveitarfélaga Mál nr. SU030002
Bréf bæjarráðs Akraness dags. 20. desember 2002 um bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10.12.2002 varðandi evrópsk umhverfisverðlaun sveitarfélaga 2003.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki sé ráðlegt að taka þátt í þessu verkefni að svo stöddu.
6. Samband íslenskra sveitarfélaga, áfangaskýrsla um skólpmengun Mál nr. SU030003
Bréf bæjarráðs Akraness dags. 13. desember 2002 ásamt áfangaskýrslu um athugun á skólpmengun við sjö þéttbýlisstaði sem bænum barst frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Þorvaldur Vestmann, sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, gerði grein fyrir þeim mengunarmælingum sem gerðar hafa verið við skólpútrásir á Akranesi og kynnti stöðu fráveitumála.
7. Hótel Barbró, umsögn um leyfi til áfengisveitinga Mál nr. SU030001
Bréf Akraneskaupstaðar dags. 19. desember 2002 þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar um umsókn Hönnu Rúnu Jóhannsdóttur um endurnýjun leyfis til áfengisveitina fyrir Hótel Barbró. Einnig umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20.desember 2002.
Afgreiðsla skipulagsfulltrúa skv. bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. nóvember 2002 lögð fram.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30