Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

15. fundur 20. janúar 2003 kl. 15:30 - 18:00

15. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 20. janúar 2003 kl. 15:30.

_____________________________________________________________

 

Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson
Lárus Ársælsson
Kristján Sveinsson
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra voru mættir  Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
Hrafnkell Á Proppé

_____________________________________________________________

 

1. Miðbæjarreitur, nýtt deiliskipulag  Mál nr. SU020032

Fulltrúar Gnógs ehf mæta til fundar.
Fulltrúar Gnógs ehf kynntu áður framkomnar hugmyndir um verslunarmiðstöð og íbúðablokkir á Miðbæjarreit.

 

2. Sólmundarhöfði, deiliskipulag  Mál nr. SU020025

Deiliskipulagsbreytingin hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga, stjórn Höfða, íbúum við Höfðagrund og íbúa að Sólmundarhöfða 2.
Ein skrifleg athugasemd barst frá Sigursteini Árnasyni þar sem lögð er áhersla á að engin umferð verði frá væntanlegum lóðum inn á lóð Sólmundarhöfða 2 og að það verði tryggt með girðingu sem sett verði upp eftir nánara samkomulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Mörk deiliskipulagsbreytinga verði leiðrétt. Skipulagið gerir ráð fyrir að ekki sé vegtenging á milli Sólmundarhöfða og Höfðagrundar.

 

3. Steinstaðaflöt 25-35, deiliskipulag, breyting  Mál nr. SU020021

191057-3339 Þorvaldur Þorvaldsson, Hjaltabakka 2, 109 Reykjavík
Lagðar fram teikningar að deiliskipulagsbreytingu. 
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 2.mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðahöfum í klasa 4 í Flatahverfi.

 

4. Grenigrund 7, viðbygging/sólstofa  Mál nr. SU030004

Erindi frá byggingarfulltrúa vegna fyrirspurnar Haraldar Friðrikssonar, dags. 15. janúar 2003 varðandi viðbyggingu/sólstofu að Grenigrund 7.
Um er að ræða einskonar glerskála/útbyggðan glugga úr eldhúsi. Vísað er í 3. gr. skilmála um gróðurhús, glerskála og smáhýsi í Garðagrundahverfi. Breyting II. 
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til að bygginganefndarteikningar verði grenndarkynntar íbúum við Grenigrund nr.  5, 6, 8, 9 og 10.
 

5. Vegtenging milli Hafnarbrautar og Vesturgötu, deiliskipulag  Mál nr. SU030005

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi frá bæjarráði dags. 17. janúar 2003 þar sem skipulags- og umhverfisnefnd er falið að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi milli Hafnarbrautar og Vesturgötu sem gerir ráð fyrir tengigötu milli gatnanna.
Deiliskipulag Breiðarsvæðis var samþykkt í bæjarstjórn 13. janúar 1998.  Þar er gert ráð fyrir vegtengingu milli Hafnarbrautar og Vesturgötu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að vegur verði lagður skv. gildandi deiliskipulagi.

 

6. Lokun Sunnubrautar,   Mál nr. SU030006

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi frá bæjarstjóra dags. 16. janúar 2003 vegna lokunar  Sunnubrautar við Akurgerði.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að Sunnubraut verði opnuð við Akurgerði.  Könnuð verði viðbrögð íbúa og lögregluyfirvalda við að gera götuna að einstefnugötu frá Merkigerði að Akurgerði.  Skipulagsfulltrúa falið að vinna frekar að málinu.

 

7. Umferðaröryggisáætlun til ársins 2012,   Mál nr. SU030007

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi bæjarráðs varðandi umferðaröryggisáætlun til ársins 2012 sbr. bréf Umferðaröryggisnefndar dags. 08.01.2003.
Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir lengri fresti frá formanni umhverfisöryggisnefndar til að svara erindinu.  Lagt til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna frekar að málinu í samvinnu við formann nefndarinnar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00