Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

16. fundur 03. febrúar 2003 kl. 15:30 - 17:20

16. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 3. febrúar 2003 kl. 15:30.

_______________________________________________________________

Mættir á fundi: 
Lárus Ársælsson
Kristján Sveinsson
Guðni Runólfur Tryggvason, varamaður
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Edda Agnarsdóttir

Auk þeirra voru mættir  Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi og Hrafnkell Á Proppé, umhverfisfulltrúi
______________________________________________________________


1. Golfvöllur, deiliskipulag, tillaga  Mál nr. SU020020
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Golfvallar.
Afgreiðslu frestað 06.01.2003.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi golfvallar með smávægilegum breytingum og leggur til að skipulagið verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.


2. Skarðsbraut 6, deiliskipulag. (000.671.01) Mál nr. SU020016
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Hugmyndir að stækkun leikskólans Vallarsel við Skarðsbraut 6, kynntar.
Hugmyndirnar kynntar fyrir nefndinni og ræddar.


3. Flatahverfi klasi 3, Tindaflöt 2  Mál nr. SN020031
200457-0059 Guðmundur Sigþórsson, Laugarnesvegi 86, 105 Reykjavík
Endanleg tillaga að deiliskipulagsbreytingu lögð fram.
Vísað er í bókun nefndarinnar þann 16.12.2002 þar sem samþykkt var að  deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 2.mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga lóðahöfum í klösum 3 og 4 og íbúum á Steinsstöðum.


4. Vesturgata 65 og 65B, bílgeymslur  Mál nr. SU030008
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi frá byggingarfulltrúa dags. 15.01.2003 vegna fyrirspurnar  Hönnunar dags. 17.01.2003 f.h.Ingimundar Sigfússonar Vesturgötu 65 um hvort leyft yrði að reisa tvöfalda bílgeymslu á lóðinni nr. 65B við Vesturgötu skv. 43. gr skipulags- og bygginarlaga.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að farið verði með erindið skv. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga. Jafnframt  leggur nefndin til að lóð nr. 65B verði sameinuð lóð nr. 65.
Lárus Ársælsson vék af fundi.

 

5. ,,Víðigrund 24", deiliskipulag  Mál nr. SU030010
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Samþykkt bæjarráðsfundar 30. janúar 2003 um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni nr. ,,24 við Víðigrund" á Akranesi. Meðfylgjandi er erindi Þorgeirs og Helga hf. dags. 24. janúar 2003.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að málinu.


6. Umferðaröryggisáætlun til ársins 2012,   Mál nr. SU030007
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi bæjarráðs varðandi umferðaröryggisáætlun til ársins 2012 sbr. bréf Umferðaröryggisnefndar dags. 08.01.2003.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur Þorvaldi Vestmann, forstöðumanni tækni- og umhverfissviðs að taka saman nauðsynlegar upplýsingar og svara erindinu.


7. Café 67, umsögn um leyfi til áfengisveitinga  Mál nr. SU030009
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf Akraneskaupstaðar dags. 22. janúar 2003 þar sem óskað er eftir umsögnum umsókn Gunnars L. Stefánssonar, kt. 280656-2409, um leyfi til almennra áfengisveitinga fyrir Café 67, Stillholti 16-18, Akranesi. Einnig umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. janúar 2003.
Lagt fram.


8. Norrænt samstarf,, verkefni ungmenna í tengslum við Staðardagskrá 21.  Mál nr. SU020029
Umhverfisfulltrúi kynnir nýja stöðu málsins.
Nefndin samþykkir að taka þátt í verkefninu í samvinnu við  Norræna félag Akraness og Fjölbrautaskóla Vesturlands.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:20

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00