Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
18. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 3. mars 2003 kl. 15:30.
_______________________________________________________________
Mættir á fundi: Magnús Guðmundsson, Lárus Ársælsson, Kristján Sveinsson, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra voru mættir Þorvaldur Vestmann, MagnússonÓlöf Guðný Valdimarsdóttir, Hrafnkell Á Proppé sem ritaði fundargerð.
_______________________________________________________________
1. Umferðarmál, á Akranesi Mál nr. SU030014
Sýslumaðurinn á Akranesi mætir til fundar til að ræða ástand umferðarmála og samvinnu við embættið þar um.
Samþykkt var að boða fulltrúa sýslumansembættisins á þá fundi sem umferðarmál eru á dagskrá.
2. Skarðsbraut 6, deiliskipulag. (000.671.01) Mál nr. SU020016
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Drög að deiliskipulagi lögð fram ásamt nýrri tillögu að fyrirkomulagi leikskólabygginga frá ARKþing. Til fundar komu Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri, Helga Gunnarsdóttir, menningar- og skólafulltrúi, Brynhildur Björg Jónsdóttir, Pétur Óðinsson, formaður framkvæmdanefndar og Guðni Tryggvason, nefndarmaður.
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar niðurstöðu framkvæmdanefndar og leggur til að gengið verði frá deiliskipulagstillögunni þannig að hægt verið að samþykkja hana á aukafundi þann 10. mars nk.
3. Flatahverfi, klasi 9, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU030011
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Flatahverfi, klasa 9.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í framkomin drög að breytingu á deiliskipulagi með þeirri breytingu að fjölbýlishús á lóð nr. 5 verði tvær hæðir í stað þriggja og allar innkeyrslur verði innan lóðamarka. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
4. Vesturgata 17, deiliskipulag, bílgeymsla Mál nr. SU030020
180462-5469 Rannveig Þórisdóttir, Vesturgata 17, 300 Akranesi
Fyrirspurn frá Rannveigu Þórisdóttur um afstöðu skipulagsnefndar til byggingar bílskúrs á lóðinni nr. 17 við Vesturgötu. Meðfylgjandi er riss af fyrirhugaðri bílgeymslu og tilkynning um afgreiðslu byggingarnefndar varðandi sama erindi dags. 8.3.2000.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina og leggur til að breytingin verði unnin samfara öðrum breytingum á deiliskipulagi á Breiðinni.
5. Jörundarholt, deiliskipulag Mál nr. SU030018
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi bæjarráðs dags. 21. febrúar 2003, vegna umsóknar Trésmiðjunnar Kjalar ehf., dags. 19.2.2003 um lóð við Jörundarholt, austan lóðar nr. 206 (á móti lóð nr. 208).
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að málinu.
6. Olíudreifing ehf, skipting lóðarinnar að Hafnarbraut 3A Mál nr. SU030016
660695-2069 Olíudreifing ehf., Gelgjutanga, 104 Reykjavík
Bréf frá Olíudreifingu ehf. dags. 17. febrúar 2003 vegna skiptingu lóðarinnar að Hafnarbraut 3A á Akranesi. Ýmis gögn varðandi málið fylgja erindinu.
Málinu frestað, skipulagsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga.
7. Aðalskipulag Akraness, Staða Mál nr. SU020030
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu mála.
Skipulagsfulltrúi kynnti stöðu verkefnisins.
8. Umhverfismál, uppgröftur úr Flatahverfi Mál nr. SU030015
Áður frestuðu máli vegna hugmynda um nýtt svæði fyrir uppgröft úr Flatahverfi.
Fyrirséð er að umtalsverður uppgröftur úr byggingasvæðum í Flatarhverfi fellur til á næstu árum og óskar skipulags- og umhverfisnefnd eftir heildstæðri tillögu um framtíðarlausn þessa máls frá tækni- og umhverfissviði.
9. Staðardagskrá 21, ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri Mál nr. SU030017
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 24. febrúar 2003 vegna ráðstefnu um Staðardagskrá 21 á Kirkjubæjarklaustri 14.-15. mars 2003.
Akraneskaupstaður hefur lagt áherslu á að bærinn verði í fremstu röð sveitarfélaga í umhverfismálum. Lagt er til að Hrafnkell Proppé umhverfisfulltrúi og Magnús Guðmundsson formaður skipulags- og umhverfisnefndar sæki fundinn.
10. Maríu-kaffi, safnaskálanum Görðum, umsögn um leyfi til áfengisveitinga Mál nr. SU030019
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf Akraneskaupstaðar dags. 19. febrúar 2003 þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Þorsteins Þorleifssonar, kt. 131045-7199, um leyfi til almennra áfengisveitinga fyrir Maríu-kaffi, safnaskálanum Görðum, Akranesi. Einnig umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. febrúar 2003.
Lagt fram.
11. Úthlutun lóða, Mál nr. SU030021
Bókun vegna úthlutunar lóða.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að lóðum sem ekki eru til á skipulagi sé ekki úthlutað fyrr en þær hafa fengið umfjöllun skipulags- og umhverfisnefndar og meðferð skv. skipulags- og byggingarlögum og reglum bæjarins um úthlutun lóða. Fomanni og skipulagsfulltrúa falið að hitta bæjarráð.
12. Deiliskipulag klasa 5 og 6, Mál nr. SU030022
Tillaga skipulags- og umhverfisnefndar um deiliskipulagsgerð.
Vegna áforma um stækkun Norðuráls og jákvæðra þróunar í atvinnumálum leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarráð að fjárveiting fáist til þess að hefja vinnu við deiliskipulag tveggja nýrra klasa í Flatahverfi þ.e. klasa nr. 5 og 6 ásamt nauðsynlegri hönnunarvinnu við lagnakerfi og gatnagerð ásamt undirbúningi að útboði.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15