Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

23. fundur 28. apríl 2003 kl. 15:30 - 16:30

23. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 28. apríl 2003 kl. 15:30.


Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson, Lárus Ársælsson, Kristján Sveinsson, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra voru mættir  Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Hrafnkell Á Proppé, Þorvaldur Vestmann Magnússon.


1. Framtíðarsýn fyrir Garðalund og nágrenni, greinargerð  Mál nr. SU030032
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Áður frestað erindi. Bréf bæjarráðs Akraness dags. 10. apríl 2003 vegna greinargerðar umhverfis-, markaðs- og atvinnufulltrúa dags. 31.3.2003, varðandi framtíðarsýn fyrir Garðalund og nágrenni.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir ánægju með tillögurnar og leggur til að greinargerðinni verði vísað í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið. Brýnt er að hraða verkinu. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.


2. Steinsstaðaflöt, breyting á gatnaskipulagi  Mál nr. SU030034

Bréf íbúa við Steinsstaðaflöt dags. 14. apríl 2003 þar sem óskað er eftir breytingu á umferðaskipulagi, þannig að núverandi botnlangi verði opnaður fyrir umferð út á Þormóðsflöt á móts við Tindaflöt.
Málinu frestað, skipulagsfulltrúa falið að ræða við fulltrúa íbúa.


3. Leikskólinn Garðasel, stækkun bílastæða og umferðaröryggi  Mál nr. SU030035
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs Akraness dags. 10. apríl vegna bréfs leikskólastjóra Garðasels varðandi stækkun bílastæða við leikskólann og umferðaröryggi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir hugmyndir tækni- og umhverfissviðs um úrbætur á bílastæðamálum við leikskólann.   Nefndin óskar eftir umsögn sýslumanns um slysatíðni og umferðaröryggi við gatnamót Lerkigrundar og Garðagrundar. 

 

4. Veitingastaðurinn Garðar, Grímsholti, umsögn um endurnýjun leyfis til áfengisveitinga  Mál nr. SU030033
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf Akraneskaupstaðar dags. 14. apríl 2003 vegna umsóknar frá golfklúbbnum Leyni, kt. 580169, Görðum, um endurnýjun eldra leyfis til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Garða, Grímsholti,  Akranesi. Einnig umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. apríl 2003.
Lagt fram.


5.  Café 15, umsögn um nýtt leyfi til áfengisveitinga (000.862.10) Mál nr. SU020002
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf Akraneskaupstaðar dags. 18. nóvember 2002  varðandi ósk um umsögn nefndarinnar um umsókn Önnu Kjartansdóttur fh. Café 15 um endurnýjun áfengisleyfis fyrir veitingastaðinn og umsögn  skipulagsfulltrúa dags. 25. nóvember 2002.
Lagt fram.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00