Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
29. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, miðvikudaginn 11. júní 2003 kl. 15:30.
Mættir á fundi: Magnús Guðmundsson, Lárus Ársælsson, Kristján Sveinsson, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Edda Agnarsdóttir .
Auk þeirra voru mættir Þorvaldur Vestmann Magnússon, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Hrafnkell Á Proppé.
1. Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU020032
Aukafundur um deiliskipulagsbreytingu á Miðbæjarreit.
Fulltrúi Skagatorgs ehf., Björn S. Lárusson, kynnti nýjustu hugmyndir um deiliskipulagsbreytingu á Miðbæjarreit.
Skipulags- og umhverfisnefnd er sammála um að hugmyndavinnunni miði í rétta átt. Skipulagsfulltrúa falið að vinna frekar að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
2. Hafnarsvæði, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU030040
Bréf hafnarstjóra, dagsett 5. júní 2003, þar sem óskað er eftir að deiliskipulagi Akraneshafnar verði breytt þannig að mögulegt verði að byggja atvinnuhúsnæði undir starfsemi fiskmaraðar.
Erindi hafnarstjóra er vísað inn í þá deiliskipulagsvinnu sem nú þegar er í gangi og henni hraðað. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:05