Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

33. fundur 11. ágúst 2003 kl. 15:30 - 18:10

33. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 11. ágúst 2003 kl. 15:30.


Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson, Reynir Leósson, Lárus Ársælsson, Ingibjörg Haraldsdóttir,  Eydís Aðalbjörnsdóttir.
Auk þeirra voru mættir  Hrafnkell Á Proppé.


1. Aðalskipulag Akraness,   Mál nr. SU020030
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Gylfi Guðjónsson arkitekt FAÍ  frá Teiknistofu
arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. kemur á fundinn.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að samið verði við Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. um samvinnu við endurskoðun aðalskipulags.  Sviðstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að ganga frá verksamningi í samvinnu við formann nefndarinnar sem lagður verði fyrir skipulags- og umhverfisnefnd til umfjöllunar á næsta fundi.

 

2. Stofnanareitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030037
150550-4759 Magnús H Ólafsson, Merkigerði 18, 300 Akranesi.
Bréf Magnúsar H. Ólafssonar, arkitekts FAÍ, dags. 12. maí 2003, ásamt uppdrætti, dags. 23.4.03, f.h. Fjölbrautarskóla Vesturlands, Akranesi, þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á Stofnanareit vegna viðbyggingar við skólann.
Erindið hefur verið grenndarkynnt eigendum fasteigna við Vogabraut 3, Heiðarbraut 60, 63 og 65, Brekkkubraut 16-28 (sléttar tölur), Vallholt 13-21 (oddatölur) og Vogabraut 6 og 18.
Athugasemd barst frá íbúum við Brekkubraut 22, 24, 26 og 28, dags. 12. júní 2003, sem telja að útsend gögn séu engan veginn nægileg til að íbúar geti gert sér grein fyrir hvað breytingarnar muni hafa í för með sér gagnvart lóðum við Brekkubraut.
Fundur skipulagsfulltrúa  og arkitekts haldinn 16. júlí með íbúum skv. samþykkt nefndarinnar frá 07.07.2003.
Tvær athugasemdir bárust.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 06.08.2003 fylgir erindinu.
Endurskoðuð deiliskipulagstillaga, dags. 7. ágúst 2003, lögð fram þar sem tekið er tillit til þeirra athugasemda sem komu fram við grenndarkynningu.  Skipulags- og umhverfisnefnd  samþykkir tillöguna.


3. Skólabraut  2-4, Breytt notkun (000.912.19) Mál nr. SU030046
100672-5539 Ingibjörg Elfa Sigurðardóttir, Skarðsbraut 1, 300 Akranesi.
Bréf Ingibjargar E. Sigurðardóttur, dags. 20. júlí 2003, þar sem óskað er eftir leyfi skipulags- og umhverfisnefndar til að breyta verslunarhúsnæði í tvær íbúðir skv. meðfylgjandi rissi.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við að viðkomandi húsnæði verði breytt í íbúðarhúsnæði enda uppfylli húsnæðið að öðru leyti gildandi skipulagsskilmála fyrir svæðið og þau ákvæði í gildandi skipulags- og byggingarlögum og byggingarreglugerð og sem eiga við um íbúaðarhúsnæði.  Leitað skal samþykkis meðeigenda hússins.

 

4. Faxabryggja lóð, Ósk um deiliskipulagsbreytingu  Mál nr. SU030047
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf Gísla Gíslasonar f.h. hafnarstjórnar, dags. 8. ágúst 2003 þar sem hafnarstjórn mælir með að skipulögð sé 1500m2 lóð á fyllingu við Faxabraut.
Erindi hafnarstjóra er vísað inn í þá deiliskipulagsvinnu sem nú þegar er í gangi og henni hraðað.  Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

 

5. Umhverfisviðurkenningar,   Mál nr. SU030048
Tillaga umhverfisfulltrúa að lóðum sem hljóta eiga umhverfisviðurkenningar 2003.
Umhverfisfulltrúa falið að boða til móttöku mánudaginn 18. ágúst kl 17:00 í Kirkjuhvoli þar sem viðurkenningar verða afhentar.

 

6. Átak í fegrun Akraness,   Mál nr. SU030049
Umhverfisfulltrúi lagði fram minnisblað um átak í fegrun Akraness.
Málin rædd, afgreiðslu frestað.


7. Umferðaröryggismál,   Mál nr. SU030050
Rætt var um hraðatakmarkanir á Garðagrund og umferðaröryggi skólabarna.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir því að tækni- og umhverfissviði verði falið að koma með tillögu um hvernig auka megi öryggi gangandi vegfarenda sem koma úr nýju hverfi (Steinstaðaflöt, Tindaflöt og Smáraflöt) norðan Garðagrundar.  Tillögur liggi fyrir sem fyrst þar sem skólar fara að hefjast.  Einnig óskar nefndin eftir því að tillögur um skiptingu bæjarins í mismunandi umferðarhraðasvæði verði lagðar fram sem fyrst.

 

8. Bílskúr við Höfðagrund,   Mál nr. SU030051
410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf., Smiðjuvöllum 9, 300 Akranesi
Bréf Trésmiðjunnar Akurs, dags, 9. ágúst 2003, þar sem óskað er eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar á því hvort hægt sé að byggja bílaskúr á lóð Höfðagrund 14.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir áliti skipulagsfulltrúa, afgreiðslu frestað.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00