Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

36. fundur 04. september 2003 kl. 15:30 - 19:00

36. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, fimmtudaginn 4. september 2003 kl. 15:30.


Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson, Reynir Leósson, Lárus Ársælsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Eydís Aðalbjörnsdóttir.
Auk þeirra voru mættir  Þorvaldur Vestmann Magnússon, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Hrafnkell Á Proppé.



1. Íbúaþing,   Mál nr. SU030052
Fulltrúar ALTA, mæta á fundinn kl. 17:15 og ræða næstu skref vegna íbúaþings 6. september n.k.
Málin rædd.


2. Umferðaröryggismál,   Mál nr. SU030050
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Sýslumaðurinn á Akranesi Ólafur Hauksson kemur á fund nefndarinnar kl. 15:30.
Umferðaröryggismál rædd. Forstöðumanni umhverfis- og tæknisviðs falið að gera tillögur að aukinni lýsingu, auknum merkingum í tengslum við skólabyrjun og öðrum úrbótum í samræmi við umræðu á fundinum.


3. Kirkjugarðsskipulag, deiliskipulag  Mál nr. SU030054
Fulltrúar frá Landlínum ehf. og sóknarnefnd Akraness mæta á fundinn kl. 16:30.
Samþykkt að gera ráð fyrir kirkju og kirkjugarði á reitnum.  Forstöðumanni tækni- og umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa falið að láta vinna samanburð á tillögum að gatnatengingum og hraða þeirri vinnu.


4. Aðalskipulagsbreyting, Jörundarholt, Víðigrund  Mál nr. SU030026
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Lögfræðiálit Guðjóns Ó. Jónssonar hdl.
Lögfræðiálit lagt fram og rætt.  Það er álit nefndarinnar að lögfræðiálitið svari ekki öllum þeim spurningum sem óskað var eftir. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að skipulagsfulltrúi leggi fram greinargerð sína um athugasemdir íbúanna.

 

5. Aðalskipulag Akraness, verksamningur  Mál nr. SU020030
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Drög að verksamningi  frá Teiknistofu
arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf.
Drög að verksamningi lögð fram. Sviðstjóra tækni-  og umhverfissviðs falið að ganga frá verksamningi og upplýsa nefndina um umfang verksins.


6. Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU020032
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Fundargerð fundar um framtíð verslunar og miðbæjar á Akranesi haldinn í bæjarþingsalnum 27. ágúst 2003.
Fundargerð frá borgarafundi um skipulag miðbæjarreits dags. 27. ágúst 2003 lögð fram.


Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
"Vegna deiliskipulagstillögu að miðbæjarreit viljum við undirrituð, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og umhverfisnefnd bóka eftirfarandi:
Fyrir liggur hjá nefndinni tillaga að breytingu á skipulagi miðbæjarreitsins. Í tæplega 3 áratugi hefur stefna bæjarins verið sú að byggður yrði miðbær á reitnum með verslun og þjónustu, og var bygging stjórnsýsluhússins sunnan við reitinn skref í þá átt.  Þessi tillaga samrýmist ekki hugmyndum okkar um uppbyggingu miðbæjarreitsins.
Það er skoðun okkar að bæjarbúar vilji ekki sjá háhýsi og bílastæðabreiðu á þessum reit þó svo að þeir búi "á mölinni". Við viljum vinalegt og hlýlegt umhverfi með lágreistri byggð og grænleitu yfirbragði.  Við teljum að lækka verði íbúðablokkirnar niður í 4-5 hæðir, sem verða þá ekki eins yfirþyrmandi og hægt er að staðsetja á betri stöðum á reitnum.  Inni á svæðinu verður að skapa torg með grænum svæðum og samkomustað fyrir okkur á hátíðarstundu. Kanna verður betur með heppilegustu umferðartengingar inná reitinn, sem verður þá forsenda fyrir skipulagi á reitnum.  Mikilvægt er að skipulagið hugi að umferð gangandi fólks á reitnum og tengingum við umhverfi hans.  Taka verður tillit til byggingarinnar sem fyrir er á reitnum og skapa henni eðlilegt rými eða samtengingu við nýjar byggingar.  Þá þarf að liggja fyrir hver ásýnd reitsins verður, gangi ekki allar áætlanir byggingaraðila eftir."
(sign)
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Lárus Ársælsson

 

7. Bílskúr við Höfðagrund,   Mál nr. SU030051
410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf., Smiðjuvöllum 9, 300 Akranesi
Áður frestað erindi. Bréf Trésmiðjunnar Akurs dags, 9. ágúst 2003, þar sem óskað er eftir átilit skipulags- og umhverfisnefndar á því hvort hægt sé að byggja bílaskúr á lóð Höfðagrund 14.
Gildandi deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir að byggðar verði bílgeymslur við viðkomandi hús. Skipulagsfulltrúi telur að ekki sé forsvaranlegt að þétta byggð á svæðinu frekar en orðið er.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og leggur til að ekki verði vikið frá núgildandi deiliskipulagi hvað varðar byggingu bílgeymsla.


8. Tjaldstæðamál,   Mál nr. SU030055
Tjaldstæðamál á Akranesi.
Umhverfisfulltrúa falið að vinna tillögur í samræmi við umræðu.

 

9. Esjuvellir 11, viðbygging, sólstofa (000.581.09) Mál nr. BN990241
300549-2259 Maggi Guðjón Ingólfsson, Esjuvellir 11, 300 Akranesi
Erindi vísað frá Byggingarnefnd, 1281. fundi dags. 19. ágúst 2003.
Skipulags- og umhvefisnefnd leggur til að erindið verði grenndarkynnt skv. 7. mgr. 43. gr skipulags- og byggingarlaga eigendum fasteigna við Esjuvelli 9, 15 og 17.

 

10. Höfðasel 3, viðbygging (001.321.05) Mál nr. BN990244
600203-4440 Verkplanið ehf., Jörfalund 26, 201
Erindi vísað frá Byggingarnefnd, 1282. fundi dags. 2. sep. 2003.
Málinu frestað þar sem gögn bárust ekki.


11. Fortuna ehf. lóðaúthlutun, Ósk um lóðaúthlutun á óskipulögðu svæði  Mál nr. SU030056
Ósk Fortuna ehf. um að fá úthlutaðri lóð á milli Garðalundar og Jörundarholts undir veitingahús með tilheyrandi aðkeyrslu og bílastæðum.
Vísað í þá deiliskipulagsvinnu sem nú er í gangi fyrir Garðalund.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00