Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

37. fundur 15. september 2003 kl. 15:30 - 18:35

37. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 15. september 2003 kl. 15:30.


Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson, Lárus Ársælsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra voru mættir  Þorvaldir Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi, sem ritaði fundargerð.



1. Deiliskipulag klasa 5 og 6,   Mál nr. SU030022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Arkitektar Dennis og Hjördís kynna fyrstu drög að deiliskipulagi í klasa 5 og 6  í Flatahverfi.
Tillaga arkitektanna rædd. Ný tillaga þar sem tekið er tillit til ábendinga nefndarmanna lögð fyrir næsta fund.


2. Hafnarsvæði, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030040
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar að deiliskipulagsbreytingu Hafnarsvæðis vegna fiskmarkaðar og fóðurskemmu Stjörnugríss.
Tillaga rædd. Samþykkt að skilgreina lóð og byggingarreiti fyrir núverandi skemmu SV,  fyrir  1500fm fóðurskemmu Stjörnugríss og  400 fm fiskmarkað. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

 

3. Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU020032

Deiliskipulagstillaga Kristins Ragnarssonar ehf. að Miðbæjarreit, uppdráttur með greinargerð dags. 27. ágúst 2003.
Tillagan rædd. Skipulags- og umhverfisnefnd felur tækni- og umhverfissviði að láta gera úttekt á bílaumferð að og frá svæðinu. Sveinn Knútsson eigandi Skagavers verði boðaður á næsta fund nefndarinnar. Afgreiðslu frestað.


4. Aðalskipulagsbreyting, Jörundarholt, Víðigrund  Mál nr. SU030026
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Aðalskipulagsbreyting ásamt greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2003 um athugasemdir íbúanna.
Í ljósi mótmæla íbúa við auglýsta tillögu að aðalskipulagsbreytingum á svæðum við Víðigrund og Jörundarholt  og niðurstöðu í  greinagerðar skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2003 leggur skipulags- og umhverfisnefnd til að horfið verði frá viðkomandi aðalskipulagsbreytingum og að núverandi meðferð málsins verði hætt.
Málið verði skoðað í samhengi við aðra möguleika á þéttingu byggðar við endurskoðun aðalskipulags Akraness sem nú stendur yfir.


5. Flatahverfi, klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030012
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi

Bréf Runólfs Þ. Sigurðssonar dags. 04.09.2003 í umboði Sveinbjörns Sigurðssonar ehf. varðandi fjölbýlishús við Eyrarflöt 6.
Óskað er eftir umsögn nefndarinnar um frávik frá gildandi deiliskipulagi.
Breytingar eru umtalsverðar og krefjast deiliskipulagsbreytingar. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda í samræmi við umræðu á fundinum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:35

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00