Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

38. fundur 29. september 2003 kl. 15:30 - 18:50

38. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 29. september 2003 kl. 15:30.


Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson, Lárus Ársælsson,  Ingibjörg Haraldsdóttir, Guðni Runólfur Tryggvason (tók sæti formanns við lið 3),  Eydís Aðalbjörnsdóttir, Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra voru mættir  Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi sem, ritaði fundargerð.


 

1. Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU020032
440403-3010 Skagatorg ehf. , Stillholti 18, 300 Akranesi

Deiliskipulagstillaga Kristins Ragnarssonar ehf. að Miðbæjarreit, uppdráttur með greinargerð dags. 27. ágúst 2003. Úttekt á bílaumferð kynnt. Sveinn Knútsson mætir kl.15:30.
Sveinn Knútsson kynnti sjónarmið sín til fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Hann óskar eftir að Skagaver verði eðlilegur hluti af verslunarmiðstöðinni. Einnig óskar hann eftir greiðu aðgengi frá miðsvæði/torgi. Skipulagsfulltrúa falið að vera í sambandi við Svein og  upplýsa hann um framgang mála.


Þorvaldur Vestmann gerði grein fyrir vinnu við úttekt á bílaumferð til og frá svæðinu. Leitað hefur verið til Línuhönnunar ehf  um  að gera úttektina og er gert ráð fyrir að greinargerð liggi fyrir 1. nóvember 2003.


Formaður skipulags- og umhverfisnefndar lagði fram eftirfarandi tillögu meirihluta nefndarinnar dags. 29. september 2003:

 

"Skipulags- og umhverfisnefnd Akraness leggur til að áfram verði unnið með framkomnar meginhugmyndir í deiliskipulagstillögu Kristins Ragnarssonar ehf. að Miðbæjarreit dags. 27. ágúst 2003. Þegar hefur verið óskað eftir úttekt á umferð til og frá svæðinu auk þess að ræða við Svein Knútsson eiganda verslunarinnar Skagavers um tengsl bygginga á svæðinu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir því að eftirtaldar breytingar verði gerðar á deiliskipulagstillögunni áður en hún verður send bæjarráði til samþykktar:

 

1. Aðeins verði byggt eitt frístandandi fjölbýlishús á reitnum sem verði að hámarki 11. hæðir. Þetta hús verði staðsett á mótum Dalbrautar og Stillholts eins og það er teiknað á fyrirliggjandi tillögu.


2. Hótelhugmynd verði felld út en í stað hótels ofan á eða sambyggt verslunarmiðstöð verði gert ráð fyrir að hámarki 8 hæða fjölbýlishúsi fyrir íbúðir eða aðra starfsemi.


3. Torg fyrir framan verslunarmiðstöðina verði og útfært nánar með það að markmiði að þar geti farið fram stærri útisamkomur. Þetta má meðal annars gera með því að hafa hluta bílastæða fyrir verslunarmiðstöðina í bílastæðakjallara.

 

4. Gert verði ráð fyrir byggingarreit á deiliskipulagstillögunni sem geri kleift að tengja saman Skagaver og fyrirhugaða verslunarmiðstöð.

 

Skipulags og umhverfisnefnd óskar eftir því við skipulagshöfund og verktaka að útbúnar verði þrívíddarmyndir af svæðinu þegar framangreindar breytingar hafa verið settar fram á uppdrætti. Sérstaklega er óskað eftir því að núverandi byggingar við Stillholt, Dalbraut og Esjuvelli verði sýnilegar á þrívíddarmyndunum auk Skagavers og fyrirhugaðra bygginga."
(Sign.)
Magnús Guðmundsson, formaður.
Edda Agnarsdóttir.
Ingibjörg Haraldsdóttir.

 

Minnihluti nefndarinnar óskaði eftir frestun á afgreiðslu tillögunnar þar sem umferðakönnunin liggur ekki fyrir.
Meirihlutinn hafnaði þessari beiðni.

 

Tillagan borin upp og samþykkt með 3. atkv. meirihlutans gegn 2. atkv. minnihlutans.

 

Bókun minnihluta nefndarinnar:


"Minnihluti nefndarinnar getur sæst á að fleiri vinnuteikningar séu unnar en leggur áherslu á að tillaga um hámark 5 hæða fjölbýlishús á reitnum verði unnin samhliða."
(Sign.)
Lárus Ársælsson.
Eydís Aðalbjörnsdóttir.


2. Kirkjugarðsskipulag, deiliskipulag  Mál nr. SU030054
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Fulltrúi frá Landlínum ehf. mætir á fundinn kl. 16:30.
Guðlaug Erna Jónsdóttir hjá Landlínum lagði fram nýja tillögu að deiliskipulagi kirkjugarðs.  Nefndin tók jákvætt í fyrirliggjandi tillögu. Skipulagsfulltrúi kynni tillöguna fyrir safnaðarnefnd.


3. Flatahverfi, klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030012
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi

Bréf Runólfs Þ. Sigurðssonar dags. 20.09.2003 í umboði Sveinbjörns Sigurðssonar ehf. þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á klasa 1 og 2 vegna lóðarinnar að Eyrarflöt 6.
Magnús Guðmundsson vék af fundi og Guðni Tryggvason tók við fundarstjórn.
Fyrirliggjandi hugmyndir að fjölbýlishúsi á lóðinni rædd. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda og leita lausna á málinu miðað við umræðu á fundinum. Tillaga að breytingu á fyrirliggjandi hugmyndum verði lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.


4. Hafnarsvæði, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030040
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar að deiliskipulagsbreytingu Hafnarsvæðis vegna fiskmarkaðar og fóðurskemmu Stjörnugríss.
Skipulagsfulltrúa falið að tala við hafnarstjórn.


5. Deiliskipulag klasa 5 og 6, nýtt deiliskipulag  Mál nr. SU030022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Skipulagsfulltrúi kynnir drög að deiliskipulagstillögu í  klasa 5 og 6  í Flatahverfi, frá arkitektum  Dennis og Hjördísi.
Tillagan kynnt.


6. Smiðjuvellir, Esjubraut 49., deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030057
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna lóðarinnar nr. 49 við Esjubraut. Uppdráttur frá Hönnun dags. 15.09.2003.
Afgreiðslu frestað.


7. Suðurgata 47, 51 og 57, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030042
440203-3450 Akratorg ehf., Vesturgötu 41, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs dags. 18. sept. 2003, varðandi erindi Björns S. Lárussonar f. h. Akratorgs dags. 12. sept. 2003 varðandi deiliskipulagsbreytingu á ofangreindum lóðum.
Skipulags- og umhverfisnefnd vísar í fyrri bókanir varðandi viðkomandi lóðir. Vinna við greiningu  á húsnæði við Kirkjubraut og Skólabraut stendur yfir og  mun kynnt á næsta fundi nefndarinnar. Eðlilegt er að bíða niðurstöðu hennar áður en afstaða er tekin til uppbyggingar á viðkomandi svæði.


8. Víðigrund, aðal- og deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030045
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Áður frestuðu erindi, bréf bæjarráðs dags. 13. júní 2003 vegna bréfs Þorgeirs og Helga dags. 5. júní 2003 þar sem sótt er um lóð á óskipulögðu svæði norðan við Víðigrund 24.
Í ljósi mótmæla íbúa við auglýsta tillögu að aðalskipulagsbreytingum á svæðum við Víðigrund og Jörundarholt  og niðurstöðu í  greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2003 varðandi þær lóðir  leggur skipulags- og umhverfisnefnd til að erindinu verði hafnað.
Málið verði skoðað í samhengi við aðra möguleika á þéttingu byggðar við endurskoðun aðalskipulags Akraness sem nú stendur yfir.


9. Breiðarsvæði , deiliskipulag Vesturgata 25a, deiliskipulagsbreyting. (000.941.08) Mál nr. SU030058
200747-3139 Einar Jóhann Guðleifsson, Jörundarholt 117, 300 Akranesi

Bréf  Einars J. Guðleifssonar og Sigurjóns Sigurðssonar  dags. 15. ágúst 2003 varðandi heimild til að breyta deiliskipulagi Breiðarsvæðis.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna  fyrirliggjandi breytingu að deiliskipulagi Breiðarsvæðis skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga lóðarhöfum á Vesturgötu 3-9, 23, 25 og 27.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00