Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

45. fundur 01. desember 2003 kl. 15:30 - 18:40

45. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 1. desember 2003 kl. 15:30.


Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson, formaður.Bergþór Helgason,Lárus Ársælsson,Kristján Sveinsson, Edda Agnarsdóttir.
Auk þeirra voru mættir  Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.



1. Flatahverfi klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030060
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga Kanon arkitekta ehf. að breytingu á deiliskipulagi í klasa 1 og 2 í Flatahverfi  vegna parhúsalóða  við Eyrarflöt.
Skipulags- og umhvefisnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu.


2. Deiliskipulag klasa 5 og 6, nýtt deiliskipulag  Mál nr. SU030022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Drög að deiliskipulagi  í klasa 5 og 6  í Flatahverfi. Tillaga 7,  frá  arkitektum Dennis og Hjördísi .
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög að deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að ræða við arkitektana vegna þeirra athugasemda sem gerðar voru á fundinum.  Stefnt skal að því að leggja endanlega tillögu fyrir næsta fund nefndarinnar.


3. Kirkjugarðsskipulag, deiliskipulag  Mál nr. SU030054
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Drög að deiliskipulagi kirkjugarðssvæðis frá Landlínum ehf. dags. 14.11.2003.
Drögin voru kynnt safnaðarnefnd Akraness sem tók jákvætt í tillöguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi fyrir stjórn byggðasafns Akraness og nærsveita.

 

4. Stofnanareitur- Stillholt 2, breytt skipulag (000.813.01) Mál nr. SU030063
700498-2129 Markvert ehf., Vesturgötu 41, 300 Akranesi
Deiliskipulagstillagan var grenndarkynnt samkvæmt  2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 eigendum húsa nr. 1, 3 og 5 við Stekkjarholt, 4, 6, 8, 9, 10, 11, 13, 15 og 17 við Stillholt og nr. 51, 53, 55 og 57 við Heiðarbraut. 
Athugasemdir bárust frá eftirtöldum:
1. Ester Óskarsdóttir og Aðalsteinn Haraldsson.
2. Ellen Ólafsdóttir og Guðjón Theódórsson, bréf dags. 26.11.2003.
3. 3. Pétur Berg Þráinsson og Ingibjörg Skúladóttir, bréf     dags. 25.11.2003.
4. Guðmundur Ó. Guðmundsson og Málfríður Sigurðardóttir, bréf dags. 24.11.2003.
5. Tómas Sigurþórsson, bréf dags. 27.11.2003.
6. Almenn mótmæli íbúa að Stillholti 4, 6, 8, 10, 11, 15 og 17,  Heiðrabraut 51, og 55 og Stekkjarholt 1, 3 og 5, bréf dags. 25.11.2003.
7. Sigurður Ármannsson bréf dags. 16.11.2003.


Skipulagsfulltrúa falið að semja umsögn um athugasemdir sem bárust.  Afgreiðslu frestað.


5. Breiðasvæði , deiliskipulag Vesturgatu 25a, deiliskipulagsbreyting. (000.941.08) Mál nr. SU030058
200747-3139 Einar Jóhann Guðleifsson, Jörundarholt 117, 300 Akranesi
Deiliskipulagstillagan var grenndarkynnt  skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga lóðarhöfum á Vesturgötu 3-9, 23, 25 og 27.
Tvær athugasemdir bárust frá eftirtöldum:
1. Erla Gísladóttir, bréf dags. 15.11.2003.
2. Martha Lund bréf dags. 15.11.2003.


Bréfritarar mótmæla hugsanlegri starfsemi á viðkomandi lóð.   Í deiliskipulagi eru báðar lóðirnar skilgreindar sem iðnaðarlóðir. Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á athugasemdir bréfritara þar sem einungis er um að ræða breytingu á mörkum iðnaðarlóða. Nefndin samþykkir auglýsta deiliskipulagsbreytingu óbreytta.


6. Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU020032
440403-3010 Skagatorg ehf. , Stillholti 18, 300 Akranesi
Skýrsla frá verkfræðistofunni Línuhönnun um umferðarsköpun vegna nýs miðbæjarreits á Akranesi.
Endurskoðuð deiliskipulagstillaga, Kristins Ragnarssonar ehf., að Miðbæjarreit, ásamt þrívíddarmyndum.
Deiliskipulagstillagan rædd, frestað til næsta fundar.
Þorvaldur Vestmann kynnti umferðarskýrsluna, þar sem fram kemur að gatnakerfi ætti að þola þá umferðaraukningu sem verður vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á miðbæjarreit.


7. Suðurgata 118, fyrirspurn (000.853.05) Mál nr. SU030071
Bréf bæjarráðs dags. 13. nóvember 2003 vegna fyrirspurnar Erlu Þorvaldsdóttur dags. 7.11.2003 um lóðina nr. 118 við Suðurgötu.
Athygli er vakin á því að lóðin er á óskipulögðu svæði. Nefndin gerir ekki athugasemd við að byggt verði íbúðarhús á lóðinni, en telur þó eðlilegt að gert verði deiliskipulag af svæðinu fyrst.

 

8. Skipulag, skipulagsvinna árið 2004  Mál nr. SU030072
Skipulagsvinna.
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt við fyrri umræðu að unnið verði að eftirfarandi skipulagsverkefnum á árinu 2004:
Endurskoðun aðalskipulags,
deiliskipulagi Holts,
deiliskipulagi Akratorgs- og Arnardalsreits sbr. skýrslu frá Gylfa og félögum.
deiliskipulags Sólmundarhöfða,
endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðis,
deiliskipulags Garðalundar,
deiliskipulags Jaðarsbakkasvæðis.


Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 30. okt. sl. þar sem óskað var eftir 9,4 milljónum í skilgreind verkefni við skipulagsvinnu fyrir næsta ár, í tillögu bæjarstjórnar er gert ráð fyrir 9,4 milljónum í þess vinnu á næsta ári.


9. Önnur mál., Fundartími  Mál nr. SU030073
Tillaga kom fram frá formanni nefndarinnar um breyttann fundartíma.
Samþykkt var að breyta fundartíma nefndarinnar til kl. 16:00.
Samþykkt var að halda næsta fund nefndarinnar þann 8. desember, þar sem stefnumótun aðalskipulags verður á dagskrá.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00