Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
50. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 2. febrúar 2004 kl. 16:00.
Mættir á fundi: Eydís Aðalbjörnsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Magnús Guðmundsson
Lárus Ársælsson
Kristján Sveinsson
Auk þeirra voru mættir Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Deiliskipulag klasa 5 og 6, nýtt deiliskipulag Mál nr. SU030022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga frá arkitektum Dennis og Hjördísi að deiliskipulagi í klasa 5 og 6 í Flatahverfi, uppdráttur ásamt greinargerð.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leyfa að breyta 2 einbýlishúsalóðum innst í hverri íbúðagötu í parhúsalóðir. Nefndin samþykkir að 20 ° hámarks þakhalli eigi við um einbýlishús á 2 hæðum. Nefndin tekur að öðru leyti jákvætt í tillöguna, en felur skipulagsfulltrúa að ræða við hönnuði um stækkun tillögunar út að Þjóðbraut.
2. Smiðjuvellir, Esjubraut 49, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU030057
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna lóðarinnar nr. 49 við Esjubraut. Þar sem gert er ráð fyrir skerðingu á þeim hluta lóðarinnar sem sameinast lóð nr. 4 við Smiðjuvelli til að skapa rými fyrir fyrirhugað hringtorg.
Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 25. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997.
Ein athugasemd barst frá Vegagerðinni, bréf dags. 19. desember 2003 vegna fyrirhugaðs hringstorgs.
Jafnframt forhönnun hringtorgs greinargerð og uppdráttur frá Hönnun dags. janúar 2004.
Tekið hefur verið tillit til óska Vegagerðarinnar um minnkun lóðarinnar vegna fyrirhugaðs hringtorgs. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með framangreindum breytingum.
3. Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU030044
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Deiliskipulagstillaga dags. 29.01.2004 frá Hönnun að deiliskipulagsbreytingu Akratorgsreits á Hvítanesreit.
Skipulags- og umhverfisnefnd lítur jákvætt á meðfylgjandi uppdrátt en leggur til að byggingarreitur nái að Sunnubraut. Endanleg tillaga verði lögð fyrir næsta fund nefndarinnar. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu, samkvæmt umræðum á fundinum. Lárus Ársælsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
4. Hafnarsvæði, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU030040
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar að deiliskipulagsbreytingu Hafnarsvæðis vegna fiskmarkaðar og fóðurskemmu Stjörnugríss. Tillagan var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Ein athugasemd barst frá LEX ehf. lögmannsstofu f.h. Sementsverksmiðjunnar hf. dags. 14. janúar 2004.
Jafnframt umsögn Siglingastofnunar Íslands dags. 08.01.2004.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30.01.2004.
Tölvupóstur Stjörnugríss sem dregur umsókn sína um lóð fyrir fóðurskemmu á hafnarsvæðinu til baka.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagsferlinu sem hér um ræðir verði hætt og athugasemdum Sementsverksmiðjunnar verði vísað í heildarendurskoðun á deiliskipulagi Hafnarsvæðis og þær hafðar til hliðsjónar við þá vinnu.
5. Kirkjugarðsskipulag, deiliskipulag Mál nr. SU030054
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf stjórnar Byggðasafns Akraness og nærsveita dags. 29.01.2004 varðandi drög að deiliskipulagi kirkjugarðssvæðis frá Landlínum ehf. dags. 14.11.2003.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í bréf stjórnar byggðasafnsins. Nefndin samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa, sem felst í breytingu á afmörkun skipulagssvæðisins, tilfærslu á byggingarreit kirkju nær Garðagrund og svæði fyrir stækkun byggðasafns til suðurs. Jafnframt ítrekar nefndin ósk um að Byggðasafn Akraness og nærsveita kynni framtíðaráform sín í uppbyggingu svæðisins.
6. Flatahverfi meðfram Þjóðbraut, bréf Mál nr. SU040008
050602-3170 Stafna á milli ehf , Maríubaug 5, 113
Áður frestað erindi. Bréf Engilberts Runólfssonar fyrir hönd Stafna á milli ehf dags. 14. janúar sl.varðandi lóðirnar nr. 14, 16 og 18 við Þjóðbraut. Bréfritari óskar eftir að fá viðkomandi svæði til úthlutunar og að vinna að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við skipulags- og umhverfisnefnd. Hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu, uppdráttur og þrívíddarmyndir fylgja erindinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur ákveðið að skipulagsbreyting við Þjóðbraut verði unnin í tengslum við klasa 5 og 6 og er því ekki unnt að verða við erindinu.
7. Brúarflöt 2, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU040011
500501-2350 Rúmmeter ehf., Bíldshöfða 12, 112 Reykjavík
Bréf Kristins Ragnarssonar ehf. dags. 12. 01.2004 f.h. Rúmmeter ehf. Þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu í klasa 1 og 2 í Flatahverfi. Óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 6 í 7 íbúðir.
Jafnframt tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 14. janúar 2004.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fjölgun úr 6 íbúðum í 7 og leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26.gr. skipulags- og byggingarlaga, lóðarhöfum að Brúarflöt 4 og Brekkuflöt 7 og 8.
8. Faxabraut/Jaðarsbraut, deiliskipulag Mál nr. SU040010
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 23. janúar 2004 v. samþykktar bæjarráðs um að fela skipulags- og umhverfisnefnd að vinna að deiliskipulagi á lóðum á horni Faxabrautar og Jaðarsbrautar.
Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa málið.
9. Flatahverfi klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU040012
Bréf frá Leiguliðum ehf. dags. 22. janúar 2004 þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu í klasa 1 og 2 í Flatahverfi vegna lóðarinnar nr. 2 við Eyrarflöt. Óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 6 í 11, að stigagangur verði einn í stað þriggja og og 10 íbúðir verði undir 80 ferm.
Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar fjölgun úr 6 í 8 íbúðir og fækkun stigahúsa í 2. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu verði lögð fyrir nefndina.
10. Umferðarmál, Gatnatenging að golfvelli Mál nr. SU040004
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að legu vegar frá Smáraflöt um fyrirhugað hringtorg að golfvelli.
Skipulags -og umhverfisnefnd leggur til að vegtengingin verði grenndarkynnt skv. 7. mgr. 43.gr. skipulags- og byggingarlaga íbúum við Jörundarholt 39, 41, 43, 45, 46 og Byggðasafninu að Görðum.
11. Umferðaröryggismál, hraðahindrun Mál nr. SU040005
Mótmæli íbúa á Skagabraut 9-11 vegna væntanlegrar hraðahindrunar á Skagabraut. Tölvupóstur dags. 20. janúar 2004.
Skipulags- og umvherfisnefnd sem jafnframt er umferðarnefnd leggur til að hraðahindrunin og aðrar fyrirhugaðar framkvæmdir í umferðaröryggismálum verði kynntar íbúum áður en til framkvæmda kemur.
12. Þjóðvegur 17, framkvæmdaleyfi Mál nr. SU040009
280252-7199 Guðný Jóhannesdóttir, Jörundarholt 26, 300 Akranesi
Umsókn Guðnýjar Jóhannesdóttur eiganda Þjóðvegar 17 um framkvæmdaleyfi samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir viðkomandi lóð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar samkvæmt gildandi skipulagi fyrir svæðið.
13. Vesturgata 73, viðbygging (000.732.02) Mál nr. BN040009
020769-4599 Katrín Edda Snjólaugsdóttir, Vesturgata 73, 300 Akranesi
Erindi vísað frá Byggingarnefnd, 1287. fundi dags. 24. feb. 2004.
Umsókn Katrínar um heimild til þess að breyta þaki hússins og koma fyrir tveimur kvistum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum Snjólaugs Þorkelssonar kt. 230532-3469.
Erindinu vísað til skiplags- og umhverfisnefndar til umsagnar, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að erindið verði grenndarkynnt skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga eigendum eigna að Vesturgötu 70, 71 og 77.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50