Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
51. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarráðs að Stillhholti 16 ? 18, mánudaginn 16. febrúar 2004 kl. 16:00.
Mættir á fundi: Magnús Guðmundsson Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra var mætt Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi, sem ritaði fundargerð.
1. Skipulagsskýrsla 2003, drög Mál nr. SU040017
Drög að skipulagsskýrslu lögð fram.
Skýrslan lögð fram og óskað eftir athugasemdum. Endanleg skýrsla lögð fyrir næsta fundi nefndarinnar
2. Aðalskipulag Akraness, staða mála Mál nr. SU040016
Farið yfir stöðu á aðalskipulagi Akraness.
Enn hefur ekki verið gengið frá verkssamningi við Gylfa Guðjónsson og félaga. Nefndin leggur mikla áherslu á að það verði gert svo vinna við endurskoðun aðalskipulag geti geti haldið óhindrað áfram. Skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar falið að funda með bæjarstjóra og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.
3. Deiliskipulag, staða Mál nr. SU040018
Farið yfir stöðu á deiliskipulagsverkefnum.
Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu deiliskipulagsvinnu og greindi frá 18 málum sem eru í vinnslu. Nefndin óskar eftir minnisblaði frá skipulagsfulltrúa um stöðu og verklok núverandi og fyrirsjáanlegra verkefna á árinu.
4. Deiliskipulag klasa 5 og 6, nýtt deiliskipulag Mál nr. SU030022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Staða deiliskipulags í klasa 5 og 6 í Flatahverfi.
Í framhaldi af samþykkt nefndarinnar frá 02. febrúar 2004 hefur skipulagsfulltrúi rætt við arkitekta Dennis og Hjördísi um að hefja endurskoðun á deiliskipulagi í Flatahverfi meðfram Þjóðbraut og tengja það klasa 5 og 6. Kostnaðarmat og greining á umfangi verksins mun lagt fyrir næsta fund nefndarinnar. Endanleg tillaga að deiliskipulagi í klasa 5 og 6 verður lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.
5. Flatahverfi meðfram Þjóðbraut, bréf Mál nr. SU040008
050602-3170 Stafna á milli ehf , Maríubaug 5, 113
Erindi Stafna á milli ehf., bréf dags. 12. febrúar 2004 vegna lóðanna nr. 14 og 16 við Þjóðbraut.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar hugmyndum um deiliskipulagsbreytingar til endurskoðunar á deiliskipulagi meðfram Þjóðbraut.
6. Umhverfismál, landsráðstefna um Staðardagskrá 21 Mál nr. SU040014
Tilkynnig um landsráðstefnu um Staðardagskrá 21 á Ísafirði dagana 26. og 27. mars n.k..
Nefndin tilnefnir Eddu Agnarsdóttur til að sækja landsráðstefnu um Staðardagsskrá 21.
7. Lagafrumvörp, umsagnir Mál nr. SU040015
Bréf umhverfisnefndar Alþingis dags. 12. febrúar 2004 þar sem frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlaga er sent til umsagnar.
Málið kynnt og lagt fram. Skipulagsfulltrúa falið að gera minnisblað fyrir næsta fund nefndarinnar.
8. Smiðjuvellir 4 áður Esjubraut 49, umsögn Mál nr. SU040019
Bæjarráð samþykkti að skoða úthlutun hornlóðarinnar við Esjubraut og Þjóðbraut til Vignis G. Jónssonar ehf. ef hugmyndir þeirra um framkvæmdir væru í samræmi við hugmyndir um uppbyggingu á svæðinu. Óskað er eftir áliti skipulags- og umhverfisnefndar á því hvort fyrirhuguð bygging sé í sátt við það skipulag sem nú hefur verið samþykkt.
Af fyrirliggjandi uppdráttum er ekki að sjá annað en fyrirhuguð bygging geti uppfyllt skilmála fyrir svæðið. Æskilegt er að innkeyrsla inn á lóðina verði frá Esjubraut þar sem Þjóðbraut verður þjóðvegur í þéttbýli.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40