Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

55. fundur 22. mars 2004 kl. 16:00 - 18:35

55. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal að Stillholti 16-18 , mánudaginn 22. mars 2004 kl. 16:00.


Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Edda Agnarsdóttir Eydís Aðalbjörnsdóttir
Auk þeirra voru mættir  Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðsGuðný Jóna Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.



1. Vesturgata 73, viðbygging (000.732.02) Mál nr. BN040009
020769-4599 Katrín Edda Snjólaugsdóttir, Vesturgata 73, 300 Akranesi
Erindi vísað frá Byggingarfulltrúa 1. feb. 2004.
Umsókn Katrínar um heimild til þess að breyta þaki hússins og koma fyrir tveimur kvistum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum Snjólaugs Þorkelssonar kt. 230532-3469.
Málið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingarnar og vísar málinu til afgreiðslu byggingarnefndar.


2. Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030044
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Ný tillaga að  deiliskipulagsbreytingu  Akratorgsreits á Hvítanesreit sbr. bókun nefndarinnar frá 1. mars s.l..
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytingu á Akratorgsreit og leggur til að breytingin verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga  nr. 73, 1997


3. Kirkjugarðsskipulag, deiliskipulag  Mál nr. SU030054
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Ný tillaga frá Landlínum ehf þar sem tekið er tillit til framkominna óska stjórnar Byggðasafns, sbr. bókun nefndarinnar þ. 2.2.2004.
Guðlaug Jónsdóttir frá Landlínum kynnti tillögu að deiliskipulagsbreytingu kirkjugarðsins. Skipulags- og umhverfisnefnd gerði smávægilegar athugasemdir við lóðamörk en samþykkti jafnframt að breytt tillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73, 1997.

 

4. Akratorgsreitur - Sunnubraut 12, fyrirspurn  Mál nr. SU040029
130863-5319 Guðrún Margrét Jónsdóttir, Sunnubraut 12, 300 Akranesi
Áður frestað erindi.
Bréf eiganda Sunnubrautar 12, dags. 1. 3.2004, varðandi hugsanlega stækkun húseignarinnar.
Umbeðin breyting rúmast ekki innan gildandi skipulagsskilmála. Sviðsstjóra falið að ræða við bréfritara og leita eftir nánari upplýsingum.
Afgreiðslu frestað.
Sviðsstjóri gerir grein fyrir viðræðum við húseiganda.
Umbeðin breyting rúmast ekki innan gildandi skipulagsskilmála. Nefndin getur fallist á u.þ.b. 10% hærra nýtingahlutfall en leggst gegn því að svalir nái út fyrir lóðamörk að norðanverðu.


5. Umferðarmál, Gatnatenging að golfvelli  Mál nr. SU040004
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga að legu vegar frá Smáraflöt um fyrirhugað hringtorg að golfvelli.
Tillagan var grenndarkynnt skv. 7. mgr. 43.gr. skipulags- og byggingarlaga íbúum við Jörundarholt 39, 41, 43, 45, 46 og Byggðasafninu að Görðum.
Ein athugasemd barst, frá stjórn byggðasafnsins.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að taka tillit til athugasemdar stjórnar Byggðasafnsins og að aðkoma verði norðaustan við núverandi Safnaskála.


6. Flatahverfi - klasi 5 og 6, deiliskipulag  Mál nr. SU030022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi  í klasa 5 og 6  í Flatahverfi.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í tillögu dagsetta 22. mars 2004 og felur sviðsstjóra að koma ábendingum á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.


7. Flatahverfi - klasi 1 og 2, deilskipulagsbreyting v. Brúarflöt 4  Mál nr. SU040028
521102-2330 Í.B. verktakar ehf, Vættaborgum 144, 112 Reykjavík
Erindi frá teiknistofunni Vector ehf, dags. 9. mars,  f.h. Í.B.- verktaka ehf þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu í klasa 1 og 2 í Flatahverfi vegna lóðarinnar nr. 4 við Brúarflöt.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umbeðna breytingu en felur sviðsstjóra að koma á framfæri athugasemdum við uppdrátt í samræmi við umræður á fundinum . Breytingin verði grenndarkynnt fyrir lóðahöfum á Brúarflöt 2, Brekkuflöt 7 og 8,  skv. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73, 1997

 

8. Akratorgsreitur - Suðurgata 47, 51 og 57, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU030042
440203-3450 Akratorg ehf, Suðurgötu 57, 300 Akranesi
Akratorg ehf leggur fram nýja deiliskipulagstillögu sem felur í sér sameiningu lóðanna nr. 47 og 51b við Suðurgötu ásamt breytingu á lóðamörkum milli hinnar nýju lóðar og Suðurgötu 57. Nýja lóðin verður um 1170 m2 og nýtingarhlutfall 0,91.
Lagt fram til kynningar, afgreiðslu frestað

 

9. Akratorgsreitur- Skólabraut 2-4, fyrirspurn  Mál nr. SU040033
430299-2719 Útlit ehf, Skólabraut 2-4, 300 Akranesi
Bréf Þorsteins Vilhjálmssonar fyrir hönd Útlits ehf. dagsett 16. mars 2004,  þar sem sótt er um tvö bílastæði og viðbót við lóð  hússins að Skólabraut 2-4 vegna breytinga á því úr atvinnuhúsnæði í tvær íbúðir.
Málið rætt, afgreiðslu frestað

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:35

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00