Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

59. fundur 04. maí 2004 kl. 16:00 - 17:15

59. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal að Stillholti 16-18 , þriðjudaginn 4. maí 2004 kl. 16:00.


Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson
Bergþór Helgason
Lárus Ársælsson
Kristján Sveinsson
Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra voru mætt: Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.



1. Framtíðarsýn fyrir Garðalund og nágrenni, greinargerð  Mál nr. SU030032.

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Áður frestað erindi. Bréf bæjarráðs Akraness dags. 10. apríl 2003 vegna greinargerðar umhverfis-, markaðs- og atvinnufulltrúa dags. 31.3.2003, varðandi framtíðarsýn fyrir Garðalund og nágrenni.
Magnús H. Ólafsson arkitekt mætti á fund nefndarinnar og fór yfir drög að skipulagstillögu. Stefnt er að því að hann leggi fram nýja tillögu á næsta fundi í samræmi við umræður á fundinum.


2. Akratorgsreitur - Sunnubraut 12, fyrirspurn  Mál nr. SU040029.

130863-5319 Guðrún Margrét Jónsdóttir, Sunnubraut 12, 300 Akranesi
Áður frestað erindi.
Bréf eiganda Sunnubrautar 12, dags. 30.04.2004, varðandi hugsanlega stækkun húseignarinnar.
Í bréfinu kemur fram að húseigendur telja að hugsanlega séu forsendur gildandi deiliskipulags sem bókun nefndarinnar á síðasta fundi byggist á séu ekki réttar og óska eftir að málið sé tekið til endurskoðunar.
Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að kanna málið. Afgreiðslu frestað.


3. Innsti Vogur, beiðni um skilti vegna varps  Mál nr. SU040041.

050957-3659 Gísli Þór Aðalsteinsson, Merkurteigur 3, 300 Akranesi
Munnleg beiðni Gísla Aðalsteinssonar um að fá að setja upp skilti sem takmarkar umferð um Innsta Vogsnes yfir varptímann.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að sett verði upp skilti í samræmi við tillögu umhverfisfulltrúa.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00