Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
61. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Stillholti 16-18 , mánudaginn 17. maí 2004 kl. 16:00.
Mættir á fundi: |
Magnús Guðmundsson Lárus Ársælsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Garðalundur, deiliskipulag |
|
Mál nr. SU030032 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Framtíðarsýn fyrir Garðalund og nágrenni. Bréf bæjarráðs dags. 15. apríl 2004 þar sem óskað er eftir að deiliskipulagsvinnu verði hraðað sem kostur er.
Magnús H. Ólafsson, arkitekt mætti á fund nefndarinnar og lagði fram og gerði grein fyrir nýjum tillögum sem taka mið af athugasemdum og ábendingum nefndarinnar, sbr. bókun frá 3. maí s.l. Nefndin er sammála um þær breytingar sem gerðar hafa verið og felur Magnúsi að ganga frá endanlegum tillögum ásamt skilmálum sem lagðar verði fyrir næsta fund nefndarinnar þ. 7. júní n.k.
2. |
Ásar golfvöllur, bílastæði - lagning slitlags |
|
Mál nr. SU040042 |
580169-6869 Golfklúbburinn Leynir, Grímsholti, 300 Akranesi
Bréf Brynjars Sæmundssonar, framkvæmdarstjóra fyrir hönd Golfklúbbsins Leynis dags. 6. apríl 2004 þar sem óskað er eftir staðfestingu og samþykki á breytingu á bílastæði golfklúbbsins við golfskálann að Görðum.
Breytingin felst í að bílastæðið mjókkar og lengist og verður stærðin 71 x 35 metrar. Mörk bílastæðisins eru innan samþykktra marka deiliskipulags golfvallarsvæðisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd lítur svo á að umbeðin breyting rúmist innan gildandi deiliskipulags.
3. |
Flatahverfi - klasi 3 og 4, Tindaflöt 12 - endurbygging á geymslu- og bílskúr |
|
Mál nr. SU040045 |
200540-2209 Lárus Pálsson, Garðagrund 29a, 300 Akranesi
Bréf Stefáns Lárusar Pálssonar dags. 4. maí 2004 þar sem hann óskar eftir því að fá að endurbyggja geymslu- og bílskúr sem stendur norðan við íbúðarhúsið.
Ekki er gert ráð fyrir umræddum skúr í gildandi deiliskipulagi. Skipulags- og umhverfisnefnd getur því ekki orðið við erindinu.
4. |
Akratorgsreitur, Vesturgata 84 - viðbygging + bílskúr |
|
Mál nr. SU040046 |
070774-4969 Kristján Ingi Hjörvarsson, Böðvarsgata 21, 310 Borgarnes
Bréf Kristjáns I. Hjörvarssonar dags. 14.05.2004 þar sem hann leggur fram fyrirspurn um hvort gerðar yrðu athugasemdir vegna fyrirhugaðra framkvæmda að Vesturgötu 84.
Byggt yrði við eldhús rúma 3 m2 og byggður yrði 35 m2 bílskúr.
Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að kanna málið og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
5. |
Ásahverfi, Deiliskipulagsbreyting á Ásabraut |
|
Mál nr. SU040047 |
151231-4039 Janus Bragi Sigurbjörnsson, Ásabraut 10, 300 Akranesi
120548-8169 Þuríður Óskarsdóttir, Ásabraut 8, 300 Akranesi
071132-2699 Sólberg Björnsson, Ásabraut 6, 300 Akranesi
110629-7619 Ásmundur Jónsson, Ásabraut 4, 300 Akranesi
071027-2449 Björn Jónsson, Ásabraut 2, 300 Akranesi
Kynning á deiliskipulagsuppdrætti frá Runólfi Sigurðssyni, byggingatæknifræðingi, dags. 05.05.2004 þar sem hann fyrir hönd íbúa við Ásabraut 2-10 leggur fram til kynningar breytingu á deiliskipulagi Ásahverfis.
Breytingin felst í að færa mörk byggingareits fram um 2 metra, í suðaustur og er þessi breyting hugsuð til að byggja sólhýsi.
Skipulags- og umhverfisnefnd felst á breytinguna með athugasemdum sem sviðsstjóra er falið að koma á framfæri.
Breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26 gr. byggingar- og skipulagslaga, íbúum við Ásabraut 12 og Leynisbraut 5.
6. |
Hafnarsvæði, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU030040 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, uppdráttur og greinargerð dags. 12. 03.2004 að endurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðis.
Athugasemdafrestur er liðinn og athugasemdir frá fjórum aðilum bárust.
Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að vinna greinargerð vegna þeirra athugasemda sem bárust.
7. |
Æðaroddi, Æðaroddi 25 - stækkun á húsi |
|
Mál nr. SU040043 |
050755-7549 Margaret J Clothier, Jaðarsbraut 25, 300 Akranesi
310858-4399 Gísli Runólfsson, Jörundarholt 208, 300 Akranesi
171057-4429 Sæmundur Víglundsson, Ásabraut 17, 300 Akranesi
Tölvubréf Sæmundar Víglunssonar dags. 7.maí f.h. eigenda hússins nr. 25 við Æðarodda þar sem óskað er eftir umsögn um þá hugmynd að stækka húsið, lengja það um 6.8 metra. Húsið er byggt sem 12 hesta hús en yrði eftir breytingu 18 hesta hús skv. þeirri skilgreiningu sem var í gildi þegar húsin í Æðaroddahverfinu voru byggð.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en telur nauðsynlegt að leyta álits hagsmunaaðila á svæðinu og senda Húseigendafélaginu Æðarodda málið til umsagnar.
8. |
Grenjar, Vesturgata, Bakkatún 16 - viðbygging og lenging bílskúrs |
|
Mál nr. SU040049 |
310159-2129 Sturla J Aðalsteinsson, Bakkatún 16, 300 Akranesi
Bréf Jóhannesar Ingibjarssonar dags. 13.maí 2004 þar sem hann fyrir hönd Sturlu Aðalsteinssonar leggur fram fyrirspurn um hvort heimiluð yrði lenging á bílskúr ásamt byggingu anddyris við húsið.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að málið verði afgreitt skv. 43.gr. skipulags- og byggingarlaga.
9. |
Akratorgsreitur - Sunnubraut 12, fyrirspurn |
|
Mál nr. SU040029 |
130863-5319 Guðrún Margrét Jónsdóttir, Sunnubraut 12, 300 Akranesi
Áður frestað erindi.
Bréf eiganda Sunnubrautar 12, dags. 30.04.2004, varðandi hugsanlega stækkun húseignarinnar.
Í bréfinu kemur fram að húseigendur telja að hugsanlega séu forsendur gildandi deiliskipulags sem bókun nefndarinnar á síðasta fundi byggist á séu ekki réttar og óska eftir að málið sé tekið til endurskoðunar.
Lagðar voru fram upplýsingar um nýtingarhlutfall nærliggjandi lóða sem unnar voru af verkfræðistofunni Hönnun. Í ljósi nýrra upplýsinga telur nefndin ekki ástæðu til að breyta bókun sinni frá 22. mars s.l.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00